Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200934 „Margir verða of uppgefnir til að njóta tímans utan vinnunnar og hefur það áhrif á lífsfyllingu og almenna ánægju þeirra.“ Hjúkrunarfræðingar eru meðal þeirra stétta sem eru óánægðastar í starfi. Hlutfall óánægju meðal þeirra er töluvert hærra en meðal annarra starfsstétta, eða u.þ.b. 30­40% samanborið við 10­15% hjá öðrum. Meðal þess sem stuðlar að óánægju hjúkrunarfræðinga vegna starfsumhverfis er minna bolmagn í heilbrigðisgeiranum til að sinna hjúkrunarverkefnum og auknar kröfur á hjúkrunarfræðinga vegna undirmönnunar á vöktum, mikið vinnuálag, vaxandi yfirvinna, of fátt aðstoðarfólk og lág laun. Fleiri finna einnig til óánægju vegna þess að þeir geta ekki lokið almennilega við störf sín, að stoðþjónusta er ófullnægjandi sem og að stjórnendur á sjúkrahúsum bregðast ekki við áhyggjum þeirra, veita þeim ekki færi á að taka þátt í ákvörðunum né meta framlag þeirra við umönnun, vinnuskýrslur eru þvert á óskir, starfið er líkamlega krefjandi og veldur streitu og meiðslum (Aiken o.fl., 2001). Sumir hjúkrunarfræðingar telja sig beitta óréttlæti, þeir verði fyrir áreiti og ofbeldi í vinnunni, og geta orðið niðurdregnir vegna þess. Óréttlætið getur tengst hlunnindum, vinnutilhögun, launamun eða litlum möguleikum á starfsþróun (Geiger­Brown o.fl., 2004). Neikvæðar og erfiðar starfsaðstæður hafa áhrif á getu hjúkrunarfræðinga til að veita gæðahjúkrun og gera hjúkrun sjúklinga óaðlaðandi miðað við aðrar starfsgreinar eða verkefni hjúkrunar. Þær hafa áhrif á ákvörðun hjúkrunarfræðinga um hvort þeir starfi áfram innan stéttarinnar, draga úr löngun hjúkrunarfræðinga sem farið hafa í önnur störf til að snúa aftur og aftra því að nýir bætist í stéttina. Þær leiða af sér kulnun í starfi og auka starfsmannaveltu. Afleiðingarnar eru víðtækar fyrir líf og starf hjúkrunarfræðinga. Margir verða of uppgefnir til að njóta tímans utan vinnunnar og hefur það áhrif á lífsfyllingu og almenna ánægju þeirra. Hvernig er heilbrigt starfsumhverfi? Fjöldi hjúkrunarfélaga hefur lýst yfir að nauðsynlegt sé að bæta starfsumhverfi til að ráða fram úr manneklunni. Það skiptir sköpum að skapa heilbrigt, réttlátt og öruggt starfsumhverfi svo hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga, auka líkur á ráðningum, halda starfsfólki í vinnu og viðhalda fjárhagslegri hagkvæmni í rekstri. Árangursrík heilbrigðisþjónusta byggist á samstarfi í fjölfaglegum teymum og krefst m.a. sameiginlegra markmiða og ákvarðanatöku, árangursríkra samskipta og lausn togstreitu eða ágreinings. Félag gjörgæsluhjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum hefur sett fram sex staðla sem stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi. Þeim er ætlað að mynda umhverfi sem er öruggt, græðandi, mannúðlegt og virðir rétt, skyldur, þarfir og framlag allra, þ.m.t. hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga. Staðlana sex, sem hver og einn er mikilvægur, má sjá í töflu 1. 1. Hæfnisrík samskipti (áhersla lögð á að vera jafn fær í samskiptum og verklagi). 2. Raunveruleg samvinna (áhersla lögð á að sækjast eftir og viðhalda góðri samvinnu). 3. Árangursrík ákvarðanataka (áhersla lögð á að fá tækifæri til og vera heilshugar með í stefnumótun, stjórnun og mati á umönnun sjúklinga og leiða starfsemi stofnunar). 4. Mönnun við hæfi (áhersla lögð á að tryggja samræmi milli þarfa sjúklinga annars vegar og fjölda og starfshæfni hjúkrunarfræðinga hins vegar). 5. Starfsfólk virt að verðleikum (áhersla á að allir meti framlag annarra að verðleikum). 6. Áreiðanleg forysta (áhersla á að leiðtogar hjúkrunarfræðinga skilji mikilvægi heil­ brigðs starfsumhverfis, sýni það í verki í sam vinnu við aðra). Tafla 1. Sex staðlar heilbrigðs starfsum hverfis (American Association of Critical­Care Nurses, 2005). Staðlarnir undirstrika mikilvægi öruggs starfsumhverfis sem einkennist af virðingu fyrir öllum en gera um leið kröfu til skipulags og vinnubragða sem styðja við staðlana. Samkvæmt lögum ber vinnuveitandi ábyrgð á starfsumhverfi og öryggi starfsmanna. Starfsumhverfi telst öruggt þegar skilyrði og aðstæður valda ekki líkamlegri eða andlegri heilsuvá starfsfólks. Finnist hjúkrunarfræðingum starfsumhverfi sitt öruggt ná þeir frekar starfsframa þar sem þeir eru sjálfir öruggari og geta veitt betri hjúkrun. Þetta gerist helst þar sem þekking hjúkrunarfræðinga, starfshæfni þeirra og reynsla eru metin að verðleikum og þeir fá hrós og uppörvun frá yfirmönnum (Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, 2006). Starfsumhverfið verður réttlátara þar sem stefna og starfsferlar eru ákveðin í samvinnu við starfsfólk og stjórnað með sanngirni og hæfilegri umbun miðað við ábyrgð og vinnuframlag. Slíkt umhverfi byggir upp starfsmannatengsl sem eru grundvölluð á trausti, virðingu og tillitssemi við sjónarmið starfsfólks. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif starfsumhverfis þar sem mönnun er næg, samstarf mismunandi fagstétta er gott, sjálfræði í starfi er mikið, forysta er góð og stuðningur frá stjórnendum mikill, fagleg sjálfsstjórn er leyfð, laun eru viðunandi og vinnuskýrslur sveigjanlegar. Allt þetta hefur jákvæð áhrif á öryggi og gæði þjónustu, skilar meiri starfsánægju, eykur stöðugleika í starfi og dregur úr kulnun. Sjúkrahúsum með slíkar starfsaðstæður helst vel á starfsfólki og þau laða að nýtt starfsfólk (Geiger­Brown o.fl., 2004; Aiken o.fl., 2001). Svonefnd „segulsjúkrahús“ eru dæmi um þetta. Segulsjúkrahús Þegar manneklan kom fram í upphafi níunda áratugar síðustu aldar kom í ljós að sumum sjúkrahúsum gekk betur en öðrum að ráða og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Rannsóknir og athuganir á eiginleikum þessara sjúkrahúsa á næstu árum leiddu í ljós að þau hefðu ákveðin sameiginleg auðkenni sem nú eru kennimerki svokallaðra segulsjúkrahúsa sem svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.