Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200928 Slík frásögn þarf að vera lifandi og rík af smáatriðum. Á nýlegu spjaldi, sem notað var í kjarabaráttunni í fyrrasumar, er mynd af hjúkrunarfræðingi í grænum fötum sem segir: „Engin skurðaðgerð án mín – ég er skurðhjúkrunarfræðingur.“ Suzanne Gordon hefði viljað að þessi hjúkrunarfræðingur tæki næsta skref og segði sögu þar sem hann útskýrði af hverju hann er svo mikilvægur í skurðstofuteyminu. Það sama á við um alla þá hjúkrunarfræðinga sem komu fram á svipuðum spjöldum. Einnig væri hægt að spyrja hjúkrunarfræðing sem er að ljúka vakt hversu margar aukaverkanir og fylgikvilla hann hafi komið í veg fyrir á vaktinni og hvað þessar aukaverkanir hefðu annars kostað. Hjúkrunarfræðingur, sem kemur í veg fyrir einn blóðtappa í fæti, lungnabólgu í einum sjúklingi eða eitt legusár hefur líklega sparað sjúkrahúsinu upphæð sem samsvarar heilum mánaðarlaunum. Þetta vita margir spítalastjórnendur, segir Suzanne. Þess vegna hafa þeir ekki ráðið ófaglært fólk að sinna hjúkrunarstörfum. Það borgar sig einfaldlega ekki. Að hjúkrunarfræðingar bjargi lífi og spari peninga sýna einnig nýlegar rannsóknir. Það er nú orðið ljóst að beint samhengi er milli hjúkrunarmönnunar og dánartíðni sjúklinga. En það hefur gengið upp og ofan að kynna þessar rannsóknarniðurstöður. „Hjúkrunar hvað?“ eru iðulega viðbrögð ritstjóra og blaðamanna þegar Suzanne Gordon reynir að koma á framfæri niðurstöðum úr hjúkrunarrannsóknum. Fréttamenn geta hreinlega ekki ímyndað sér að hjúkrunarfræðingar stundi rannsóknir. Leiðin til þess að koma sér á framfæri er ekki bara að skrifa sögur og koma fram í fjölmiðlum, segir Suzanne Gordon. Hjúkrunarfræðingar þurfa einnig að vera duglegri að segja sjúklingum sínum frá því hvað þeir eru að gera. Þeir eiga ekki bara að tala um daginn og veginn þegar þeir eru að sinna sjúklingum. Frekar eiga þeir að segja frá því hvernig þeir beita þekkingu sinni og hæfni. Til dæmis geta þeir látið vita þegar þeir taka eftir og bregðast við alls konar merkjum um ástand sjúklingsins. Þetta eykur virðingu sjúklingsins fyrir hjúkrunarstarfinu. Hjúkrunarfræðingar vilja eðlilega öðlast virðingu skjólstæðinga sinna og almennings. Það er nauð synlegt til þess að vera álitinn fag maður og sér­ fræðingur. Hjúkrunar fræðingar hafa traust almennings og fólki geðjast almennt að þeim en því fylgir ekki endilega virðing. Hér þarf að gera greinarmun. Fólki líkar til dæmis ekki alltaf við lækna en það virðir starfsstéttina. Hjúkrunarfræðingum er illa við að vera álitnir hrokafullir en hægt er að vera virtur sem sérfræðingur án þess að vera með hroka eða valdboð. Eitt af því sem Suzanne Gordon finnst hjúkrunarfræðingar ekki fara rétt að er orðræðan innan hjúkrunar um að standa jafnfætis sjúklingnum. Það finnst henni ekki vera rétt leið til þess að forðast að vera álitinn hrokafullur. „Guð forði mér frá hjúkrunarfræðingi sem stendur jafnfætis mér!“ segir Suzanne Gordon og vísar til reynslu sinnar sem sjúklingur. Sjúklingar eru oft hræddir og órólegir, vita lítið um hvað stendur til og þá skortir þekkingu á sjúkdómum og hvernig líkaminn starfar. Ekki vilja sjúklingar vera í höndum hjúkrunarfræðinga sem eru þannig. Sjúklingar þurfa á fagmönnum að halda, ekki vinum eða jafningum. Suzanne Gordon hefur einnig skoðað uppruna hjúkrunarstarfsins og heldur því fram að hjúkrunarfræðingar hafi fengið í arfleifð hugmyndafræði sem byggist á dyggðum. Fyrstu hjúkrunarkonurnar, en þær störfuðu innan kirkjunnar, voru aldar upp í að hegða sér eins og klaustursystur. Þær áttu að sinna sínu starfi í hljóði og taka engillinn eða dýrlinginn sér til fyrirmyndar. Að tala um vinnuna og útlista hvað hjúkrunarfræðingurinn sé að gera verður þá að gorti en að monta sig er ein af dauðasyndunum sjö. Annað sem Suzanne Gordon segir að hjúkrunarfræðingar þurfi að hugsa um er hvernig þeir koma fram á myndum. Almenningur sér að hennar sögn hjúkrunarfræðinga fyrir sér sem óvirka starfsmenn frekar en kraftmikla og ötula sérfræðinga. Myndir af brosandi hjúkrunarfræðingum, sem sitja eða standa kyrrir, viðhaldi þessa ímynd. Í staðinn þurfa hjúkrunarfræðingar að láta taka af sér myndir þar sem þeir eru að sinna starfinu sínu á fullu. Þar sem starf hjúkrunarfræðinga gengur út á að sinna sjúklingum getur það vakið upp siðferðilegar spurningar og reynst getur erfitt að fá leyfi til birtingar. En það sé að mati Suzanne Gordon nauðsynlegt að reyna, enn betur en hingað til, að styrkja myndina af hinu virka og kraftmikla hjúkrunarfræðingi. Það er ljóst að Suzanne Gordon finnst að mikið starf sé óunnið við að styrkja ímynd hjúkrunarfræðinga. Hún ætlar að halda áfram þeirri vinnu, eins og kemur fram í efni bókarinnar sem hún er nú að skrifa. Íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga hér góðan bandamann sem gott er að hlusta á. Þó að ekki séu allir sammála öllu sem hún hefur sagt og skrifað ætti það að vekja til umhugsunar. Margt af því má nota í frekari vinnu við að gera hjúkrunarfræðinga að stétt sem tekið er eftir og hlustað er á í þjóðfélaginu. Bækur Suzanne Gordon um hjúkrun „Life support: three nurses on the front lines“ (1996) „From silence to voice – what nurses know and must communicate to the public“ (ásamt Bernice Buresh, 2000) „Nursing against the odds: how health care cost cutting, media stereotypes, and medical hubris undermine nurses and patient care“ (2005) „The complexities of care: nursing reconsidered“ (Suzanne Gordon ritstýrði ásamt Sioban Nelson, í bókinni eru kaflar eftir fjölda hjúkrunarfræðinga, 2006) „Safety in numbers: nurse­to­patient ratios and the future of health care“ (2008) Bækurnar má allar kaupa hjá helstu netbóksölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.