Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200950
Útdráttur
Sykursýki hefur vaxið gríðarlega en sykursýki veldur fylgi
kvillum sem koma má í veg fyrir með góðri sjálfsumönnun.
Kennsla er undirstaða allrar sykursýkismeðferðar og æskilegt
er að kennslan taki mið af hugmyndafræði sjálfseflingar því
sykursýkin verður oft fylgisveinn þeirra sem fá sjúkdóminn
ævilangt og mikilvægt er að þeim takist að laga sjálfsumönnun
að lífi sínu. Sjálfsumönnun í sykursýki er margþætt og greining
á lesefni leiddi í ljós að hægt er að skipta sjálfsumönnun
í sjálfsumönnunarsvið og persónubundna þætti. Sett er
fram sjálfsumönnunarlíkan sem skýrir hvað hefur áhrif á
sjálfsumönnun og langtímablóðsykursgildið. Þannig geta bæði
heilbrigðisstarfsfólk og fólk með sykursýki betur gert sér grein
fyrir hvaða þættir hafa áhrif á sjálfsumönnun og hvernig hægt
er að örva sjálfsumönnun. Markmið greinarinnar er að kynna
fyrir lesendum hvað felst í sjálfsumönnun í sykursýki og að setja
fram líkan af sjálfsumönnun til að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki
umönnun fólks með sykursýki. Einnig er fjallað um mikilvægi
kennslu og kennsluhátta en einn tilgangur greinarinnar er
að kynna hvernig kennsla, sem byggð er á hugmyndafræði
sjálfseflingar, getur gagnast fólki með sykursýki. Greinin er
byggð á yfirliti lesefnis, samantektargreinum og rannsóknum
sem unnar voru í tengslum við doktorsverkefni um efnið.
Lykilorð: Sykursýki, fræðsla, sjálfsefling, sjálfsumönnun, líkan
af sjálfsumönnun.
INNGANGUR
Sykursýki vex með miklum hraða og Alþjóðasykursýkis
sambandið (IDF, 2008) telur að árið 2025 verði um 350 milljónir
manna með sykursýki, en Alþjóðasykursýkissambandið taldi
að árið 2000 hefðu um 150 milljónir manna haft sjúkdóminn.
Sykursýki er algengust meðal roskins fólks en talið er að um
85 til 95% af öllum með sjúkdóminn hafi sykursýki af tegund
2 (IDF, 2008). Jóhannes Bergsveinsson o.fl. (2007) notuðu
gögn úr Reykjavíkurrannsókninni til að áætla hve algeng
sykursýki væri á Íslandi. Þeir telja algengi sykursýki vera 4,9%
meðal karlmanna og 2,9% meðal kvenna þegar horft er á
aldurshópinn 4564 ára, og að hlutfall óþekktrar sykursýki af
tegund 2 sé 0,66. Þannig að fyrir hvern einstakling með þekkta
sykursýki eru tveir einstaklingar með óþekkta sykursýki af
tegund 2. Reykjavíkurrannsóknin fylgdi fólki í 24 ár og hafði um
70% svarhlutfall en þátttakendur í henni voru um það bil einn
þriðji af öllum einstaklingum sem fæddust á Íslandi árin 1907
til 1935. Rannsóknin er talin nægilega lýsandi fyrir Íslendinga
svo áætla megi hve sykursýki er algeng á Íslandi út frá henni
(Vilbergsson o.fl., 1997).
Þekkt er að lífstíll hefur áhrif á þróun sykursýki af tegund
2 og fylgni er á milli offitu og aukinnar tíðni sykursýki af
Árún K. Sigurðardóttir, heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri
SJÁLFSUMÖNNUN Í SyKURSÝKI OG ÁHRIFAÞÆTTIR
ENGLISH SUMMARY
Sigurdardóttir, A.K.
The Icelandic Journal of Nursing (2009). 85 (2), 50-56
Factors affecting self-care in diabetes
The prevalence of diabetes continues to grow. Diabetes
enhances risk for complications but good selfcare by
people with diabetes or their families lessen the risk.
Complications reduce quality of life and increase cost of
care and selfcare in diabetes is crucial to keep the illness
under control. Education is regarded as an essential
part of diabetes care and the empowerment approach
has proven to be beneficial. Selfcare in diabetes can be
complicated and to clarify selfcare and factors affecting
selfcare it was divided into selfcare areas and personal
aspects according to reviewed literature. A model of self
care in diabetes was constructed. The model clarifies
factors affecting selfcare and the long term blood glucose
value. The SelfCare Model should enable both people with
diabetes and health care practitioners to discover factors
affecting selfcare and how selfcare can be motivated.
The objective of the paper is to introduce the SelfCare
Model and how it can assist health care providers when
caring for people with diabetes. The aim is also to show
how education that is based on the empowerment
approach can be used in diabetes care. This paper is
based on literature reviews and studies conducted in
connection with a doctoral thesis.
Keywords: Diabetes, education, empowerment, selfcare,
SelfCare Model.
Correspondance: arun@unak.is
tegund 2 (Jóhannes Bergsveinsson o.fl., 2007; Rana o.fl.,
2007). Nokkrar meðferðarrannsóknir, þar sem notað var
slembiúrtak (RCT), hafa sýnt að draga má úr eða koma í
veg fyrir sykursýki af tegund 2 með breyttum lífsstíl, það er
að segja ef fólk léttir sig og eykur hreyfingu, einnig skiptir
mataræði máli (DPPRG study group, 2002; Lindström
o.fl., 2003). Þörf er á aðgerðum sem miða að því að
draga úr tíðni sykursýki 2 á Íslandi sem og annars staðar í
hinum vestræna heimi. Það er sérlega mikilvægt þar sem
sykursýki veldur fylgikvillum.
BAKGRUNNUR
Koma má í veg fyrir fylgikvilla sykursýki með góðri
sjálfsumönnun. Meðferðarrannsóknir, sem fylgt hafa fólki