Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200940 Í þessari grein mun ég fjalla um ýmsar hugleiðingar mínar sem komu upp við lestur greinarinnar og minnast á atriði sem ég tel mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafi í huga í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Í starfi mínu á Áfallamiðstöð við Landspítala í Fossvogi sinni ég þolendum heimilsofbeldis en það hugtak hefur nýlega verið endurskilgreint og er nú kallað: Ofbeldi í nánum samböndum (Ingólfur V. Gíslason, 2008). Greinin gefur innsýn í skilning barna á hugtakinu og styrkti vissu mína á hversu mikilvægt það er að vinna gegn ofbeldi með fræðslu og forvörnum. Í rannsókninni kom fram að börn og unglingar höfðu heyrt um heimilisofbeldi í skóla (óskilgreint), sjónvarpi, blöðum, bókum eða hjá vinum. Ég velti þess vegna fyrir mér hvort samræmi sé á milli þess hvernig börn skilja ofbeldi í tölvuleikjum eða afþreyingarefni og ofbeldi í nánum samböndum. Æ fleiri börn og unglingar, sem hafa verið beitt ofbeldi af öðrum börnum, fá þjónustu Áfallamiðstöðvar. Einnig hefur komum vegna hópnauðgana í unglingahópum fjölgað hjá Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á síðustu árum en í þeim hópi eru oftast unglingsstúlkur sem líða miklar andlegar þjáningar í kjölfarið. Forvarnir og meðferð fyrir gerendur eru mjög mikilvægar til að koma í veg fyrir að þeir beiti aftur ofbeldi og nýlega tilkynnti Barnaverndarstofa áform um göngudeildarmeðferð fyrir unga gerendur í kynferðisbrotamálum. Það er mikið fagnaðarefni enda löngu tímabært. Athyglisvert var að lesa í greininni að eldri stúlkur í rannsókninni skilgreindu heimilisofbeldi m.a. sem kynferðislegt ofbeldi. Ekki kom fram hvort átt var við að börn eða fullorðnir væru beittir kynferðislegu ofbeldi. Þetta er raunveruleiki í þeim málum sem ég sinni í starfi mínu á Áfallamiðstöð að margar konur, sem beittar eru ofbeldi í nánum samböndum, búa Margrét Blöndal, marblond@landspitali.is PRAXÍS HEIMILISOFBELDI OG ÁFALLARÖSKUN Hér byrjar nýr dálkur í Tímariti hjúkrunarfræðinga sem nefnist „Praxís“. Í þessum pistlum munu hjúkrunarfræðingar fara yfir fræðigreinar sem hafa áður birst í Tímariti hjúkrunarfræðinga og skoða niðurstöður rannsókna í ljósi reynslu sinnar. Margrét Blöndal ríður á vaðið og skrifar um grein Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ingibjargar H. Harðardóttur um þekkingu og skilning barna á heimilisofbeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.