Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Side 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Side 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200940 Í þessari grein mun ég fjalla um ýmsar hugleiðingar mínar sem komu upp við lestur greinarinnar og minnast á atriði sem ég tel mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafi í huga í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Í starfi mínu á Áfallamiðstöð við Landspítala í Fossvogi sinni ég þolendum heimilsofbeldis en það hugtak hefur nýlega verið endurskilgreint og er nú kallað: Ofbeldi í nánum samböndum (Ingólfur V. Gíslason, 2008). Greinin gefur innsýn í skilning barna á hugtakinu og styrkti vissu mína á hversu mikilvægt það er að vinna gegn ofbeldi með fræðslu og forvörnum. Í rannsókninni kom fram að börn og unglingar höfðu heyrt um heimilisofbeldi í skóla (óskilgreint), sjónvarpi, blöðum, bókum eða hjá vinum. Ég velti þess vegna fyrir mér hvort samræmi sé á milli þess hvernig börn skilja ofbeldi í tölvuleikjum eða afþreyingarefni og ofbeldi í nánum samböndum. Æ fleiri börn og unglingar, sem hafa verið beitt ofbeldi af öðrum börnum, fá þjónustu Áfallamiðstöðvar. Einnig hefur komum vegna hópnauðgana í unglingahópum fjölgað hjá Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á síðustu árum en í þeim hópi eru oftast unglingsstúlkur sem líða miklar andlegar þjáningar í kjölfarið. Forvarnir og meðferð fyrir gerendur eru mjög mikilvægar til að koma í veg fyrir að þeir beiti aftur ofbeldi og nýlega tilkynnti Barnaverndarstofa áform um göngudeildarmeðferð fyrir unga gerendur í kynferðisbrotamálum. Það er mikið fagnaðarefni enda löngu tímabært. Athyglisvert var að lesa í greininni að eldri stúlkur í rannsókninni skilgreindu heimilisofbeldi m.a. sem kynferðislegt ofbeldi. Ekki kom fram hvort átt var við að börn eða fullorðnir væru beittir kynferðislegu ofbeldi. Þetta er raunveruleiki í þeim málum sem ég sinni í starfi mínu á Áfallamiðstöð að margar konur, sem beittar eru ofbeldi í nánum samböndum, búa Margrét Blöndal, marblond@landspitali.is PRAXÍS HEIMILISOFBELDI OG ÁFALLARÖSKUN Hér byrjar nýr dálkur í Tímariti hjúkrunarfræðinga sem nefnist „Praxís“. Í þessum pistlum munu hjúkrunarfræðingar fara yfir fræðigreinar sem hafa áður birst í Tímariti hjúkrunarfræðinga og skoða niðurstöður rannsókna í ljósi reynslu sinnar. Margrét Blöndal ríður á vaðið og skrifar um grein Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ingibjargar H. Harðardóttur um þekkingu og skilning barna á heimilisofbeldi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.