Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200946 „Grunnmenntun hjúkrunarfræðinga er afskaplega hagnýt og góður bakgrunnur, meðal annars til að starfa að verkefnum á sviði forvarna og lýðheilsu. Heildræn viðhorf hjúkrunar, þar sem tekið er mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum einstaklinga, er hér ákaflega mikils virði. Í námi sínu læra hjúkrunarfræðingar stjórnun þar sem áhersla er lögð á greiningu þarfa, markmiðasetningu og áætlanagerð – og mat á árangri þeirrar þjónustu sem veitt er. Má þá einu gilda hvort um er að ræða klíníska hjúkrun eða forvarnastarf enda er nálgunin jafnan hin sama,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lýðheilsustöð. Fólk getur sjálft haft mikil áhrif á vellíðan í sál og sinni, segir Guðrún Guðmundsdóttir sem er verkefnisstjóri Geðræktar. Úr Geðræktinni eru komin geðorðin tíu sem þjóðinni eru að góðu kunn. Fjórir hjúkrunarfræðingar Lýðheilsustöð tók til starfa árið 2003 skv. lögum frá Alþingi. Stofnunin sinnir fjölþættu hlutverki á sviði forvarna, meðal annars fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu. Auk þess fylgist stofnunin með árangri af lýðheilsustarfi, stuðlar að rannsóknum og er stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu. Á sínum tíma tók Lýðheilsustöð við starfsemi Áfengis­ og vímuvarnaráðs, Manneldisráðs, Slysavarnaráðs og Tóbaksvarnaráðs. Síðar bættust við Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is ANDINN OG EFNIÐ ERU HIÐ SAMA Forvarnir verða sífellt ríkari þáttur í heilbrigðis­ þjónustunni. Í því efni gegnir Lýðheilsustöð lykil­ hlutverki og er stjórnvöldum til ráðgjafar um ýmis mál. Fjölmargir sérfræðingar starfa hjá stofnuninni, þar á meðal fjórir hjúkrunarfræðingar. Í þeirra hópi er Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Geðræktar. önnur verkefni, meðal annars á sviði geð heilbrigðismála sem Guðrún hefur á sinni könnu. Hún er einn fjögurra hjúkrunar fræðinga hjá Lýðheilsustöð. Hinir eru Bára Sigurjónsdóttir, sem stýrir verkefnum í tókbaksvörnum, Jórlaug Heimisdóttir er verkefnastjóri á rannsókna­ og þróunarsviði og sinnir verkefnum á sviði heilsueflingar og Rósa Þorsteinsdóttir hefur slysavarnamál með höndum. Forvarnir í þremur flokkum Út frá lýðheilsufræðum skiptast forvarnir í þrjá flokka eða stig. Á fyrsta stigi eru forvarnir í anda orðatiltækisins að byrgja beri brunninn áður en barnið er ofan í hann dottið; það er að greina og hafa áhrif á þær aðstæður sem stuðlað geta að bættu heilbrigði fólks og dregið úr áhættu. Á öðru stigi fela þær í sér inngrip þar sem vandamál hafa komið upp með það fyrir augum að koma í veg fyrir að ástand versni. Þriðja stigs forvarnir hafa svo það inntak að bæta líf og líðan einstaklinga sem þjást af sjúkdómum og þá er endurhæfing í víðum skilningi mikilvægur þáttur. Á Lýðheilsustöð er fyrst og fremst unnið að fyrsta stigs forvörnum. „Í öllu okkar starfi er lögð áhersla á mikilvægi góðrar geðheilsu enda getur fólk sjálft haft mikil áhrif á vellíðan í sál og sinni. Andinn og efnið er eitt og hið sama og þess vegna byggist allt starf Lýðheilsustöðvar í vaxandi mæli á samstarfi fjölmarga ólíkra aðila úti í samfélaginu. Þar kemur klínísk reynsla hjúkrunarfræðinga sér vel enda erum við vön þverfaglegri vinnu inni á sjúkrastofnunum,“ útskýrir Guðrún sem bætir við að í forvörnum liggi mikil sóknarfæri fyrir hjúkrun. Þverfagleg vinnubrögð Svo að forvarnastarf skili árangri er mikilvægt að miðla upplýsingum í gengum fjölmiðla eða með öðrum þeim aðferðum sem bjóðast í upplýsingasamfélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.