Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200920
TWINRIX Adult, stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu, 1 ml. R, 0, J07BC20. Twinrix Adult inniheldur óvirka lifrarbólgu A veiru 720 ELISA einingar (á hýdrerað áloxíð. Alls: 0,05 mg Al3+) og yfirborðsmótefnavaka raðbrigði lifrarbólgu
B veiru 20 míkróg (S prótein; aðsogað á álfosfat. Alls: 0,4 mg Al3+). Twinrix Adult er ætlað einstaklingum, 16 ára og eldri, sem eiga á hættu að smitast af lifrarbólgu A og lifrarbólgu B og hafa ekki myndað ónæmi. Mælt er með 1,0
ml skammti fyrir eldri en 16 ára, og er ætlað til inndælingar í vöðva. Frábendingar: Einstaklingar með þekkt ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum bóluefnisins, eða þeim sem hafa sýnt ofnæmiseinkenni eftir fyrri gjöf Twinrix Adult
eða eingildra bóluefna gegn lifrarbólgu A eða B. Líkt og á við um önnur bóluefni skal fresta ónæmisaðgerð hjá einstaklingum sem eru bráðveikir og með hita. Varnaðarorð og varúðarreglur: Mögulegt er að ónæmisaðgerð beri upp
á meðgöngutíma sýkingar af lifrarbólgu A eða lifrarbólgu B. Ekki er vitað hvort Twinrix Adult kemur í veg fyrir lifrarbólgu A og lifrarbólgu B í slíkum tilvikum. ÞAÐ MÁ EKKI UNDIR NOKKRUM KRINGUMSTÆÐUM GEFA TWINRIX
ADULT Í ÆÐ. Tíómersal (lífrænt kvikasilfurssamband) hefur verið notað í framleiðsluferli þessa lyfs og leifar þess koma fram í lyfinu. Ofnæmisviðbrögð geta því komið fram. Milliverkanir: Þrátt fyrir að gjöf Twinrix Adult samhliða
öðrum bóluefnum hafi ekki verið rannsökuð, er gert ráð fyrir því að séu ekki notaðar sömu sprauturnar eða bóluefnin gefin á sama stað, sé ekki um neinar milliverkanir að ræða. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanirnar sem greint
var frá í klínískum rannsóknum voru viðbrögð á stungustað (verkir, roði og bólga). Í samanburðarrannsókn kom fram að tíðni aukaverkana eftir gjöf Twinrix Adult er ekki frábrugðin tíðni aukaverkana eftir gjöf eingildra bóluefna.
Geymsluþol: 3 ár. Geymið við 2°C – 8°C. Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum, til varnar gegn ljósi. Notkun og meðhöndlun: Við geymslu getur myndast fíngert hvítt botnfall með tærum
vökva ofan á. Bóluefnið á að hrista vel til að ná fram hálfgegnsærri hvítri dreifu. Það þarf að skyggna það m.t.t. aðskotahluta og/eða breytinga á útliti áður en það er gefið. Ef annað hvort kemur í ljós
skal farga bóluefninu. Markaðsleyfi: GlaxoSmithKline Biologicals s.a., Rue de l’Institut 89, 1330 Rixensart, Belgíu. Dagsetning endurskoðunar textans: 19. júní 2008. Skv. Lyfjaverðskrá 1. mars 2009
er heildsöluverð kr. 4482 og hámarksverð í smásölu kr 6923. Sjá nánari upplýsingar hjá Lyfjastofnun, www.serlyfjaskra.is *Landlæknisembættið
Ertu bólusett/ur gegn lifrarbólgu B?
Ráðlagt er að heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur
með blóð og blóðhluta sé bólusett*
3
Ap
ril
2
00
9
Icl_hepatitt_ad_A4_3april2009:Layout 1 03.04.2009 16:52 Side 2