Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 45
í höndum framkvæmdarstjóra sviða.
Aukin rekstararleg ábyrgð verður hjá
deildarstjórum og yfirlæknum. Núverandi
tólf svið verða að sex og aðeins verður einn
sviðstjóri á hverju sviðiÞetta kann að gera
hjúkrunarfræðingum erfiðara fyrir að koma
sínum málum á framfæri. Það verður undir
hverjum og einum framkvæmdastjóra
sviða komið hvernig er tekið á málefnum
hjúkrunar. Tveir sviðsstjórar, sviðsstjóri
hjúkrunar og sviðsstjóri lækninga stýra nú
flestum klínískum sviðum Landspítala, en
nú verður breyting á því.
Nýr framkvæmdastjóri þarf ekki að
vera læknir eða hjúkrunarfræðingur og
verður augljóslega ekki hvort tveggja.
Þórgunnur tekur undir og segir að það
sé ekki alveg ljóst hvernig verði með
mál sem hjúkrunarforstjóri hefur lagt
áherslu á, eins og skráningu hjúkrunar
og fjölskylduhjúkrun. Væntanlega þarf nú
hver og einn framkvæmdastjóri að ákveða
hversu miklu fé og hvaða mannafla verður
veitt í slík verkefni.
Bylgja, Þórgunnur og Sigríður styðja
skipulagsbreytinguna og nú verður
aukið vægi klínískra stjórnenda í
framkvæmdarstjórn og það er til bóta.
Æðstu stjórnendur spítalans verða
í góðum tengslum við meginstarfsemi
spítalans eftir þessa breytingu. “ segir
Bylgja. Gæta verði þess að standa vörð
um þá sérþekkingu hjúkrunarfræðinga
sem hefur byggst upp á sviðunum en
framkvæmdarstjóri hjúkrunar mun standa
vörð um það enda faglegur yfirmaður
hjúkrunar á spítalanum.
Langtímabreytingar á hlutverki og
starfsemi sjúkrahúsa gera hlutverk
hjúkrunarfræðinga enn mikilvægara.
„Hlutverk hjúkrunarfræðinga hefur alltaf
verið að hjúkra fólki upp úr rúminu,“ segir
Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar hafa alltaf
verið í stakk búnir að halda utan um
kjarnastarfsemi spítalans en ástæða fyrir
vistun á sjúkrahúsi er að sjúklingurinn þarf
hjúkrun.“ Nú þegar langvinnir sjúkdómar
verða algengari opnast ný tækifæri fyrir
hjúkrunarfræðinga. Fleiri legudeildir munu
breytast í dag og göngudeildir sem geta
fylgst með fólki með langvinna sjúkdóma
og aðstoðað það við að forðast innlögn
ef því versnar. Hér gilda sömu lögmál
og þegar „hjúkrað er upp úr rúmi“.
Hjúkrunarfræðingar eru því tilvaldir að
halda uppi slíkri starfsemi.
Einnig verður rödd hjúkrunar mikilvæg
vegna niðurskurðar sem fyrirséð er að
ráðist verður í í ár og á næsta ári. Hér getur
hjúkrunarráð lagt sitt af mörkum til þess að
kraftar hjúkrunarfræðinga verði nýttir með
skynsamlegum hætti og ekki verði farið út
í niðurskurð sem sparar eyrinn en kastar
krónunni. Hjúkrunarráð ályktaði nýlega um
hagræðingu innan Landspítalans. Ráðið
lýsti yfir miklum áhyggjum af fyrirhuguðum
samdráttaraðgerðum. Einkum hafði
hjúkrunarráð áhyggjur af áhrifum þess
að fækka hjúkrunarfræðingum og öðrum
starfsmönnum í hjúkrun. Í ályktuninni sagði
að víða væri mikil sérþekking í hjúkrun
ákveðinna sjúklingahópa og hún stuðlaði
að betri þjónustu, auknum gæðum og
síðast en ekki síst auknu öryggi sjúklinga.
Hjúkrunarráð taldi að við fækkun eða
tilfærslu starfsfólks innan hjúkrunar gæti
þessi sérþekking tapast og þannig ógnað
öryggi sjúklinga og skert þjónustu. Bylgja
segir að staðan sé grafalvarleg. „Við vitum
að það er ekki nóg að spara í ár, það
munu koma fram fleiri sparnaðarkröfur á
næsta ári. Nú heyrast raddir um að slá
af byggingu nýs spítala en það má ekki
gerast. Við þurfum að byggja hann en það
má hugsanlega gera þetta ódýrara. Það
kostar líka að gera ekki neitt, þörf er fyrir
viðhald á gömlu húsnæði og endurnýja
þarf tæki og tól,“ segir Bylgja.
Hjúkrunarráð fær til umsagnar ýmsar
breytingartillögur og önnur skipulagsmál.
Nýlega hefur ráðið veitt umsögn um tvö
mikilvæg mál. Þau eru skipulagsbreytingar,
sem rætt var um að ofan, og sameining
bráðamóttaka á Hringbraut og í Fossvogi.
Hjúkrunarráð er í meginatriðum jákvætt
gagnvart nýju sviðaskiptingunni en
leggst gegn sameiningu bráðamóttaka.
Bylgja segir að ekki sé skýrt hvað muni
sparast. Til standi að byggja upp og
breyta talsvert í Fossvogi vegna þessa
en á sama tíma sé verið að undirbúa
nýtt sjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu.
Þá er ekki gert ráð fyrir auknum kostnaði
annarra sviða vegna þessa og ýmislegt
bendir til þess að sparnaðurinn verði
minni en áætlaður var. Vísbendingar
eru um að sameiningin bitni á gæðum
hjúkrunar og öryggi sjúklinga sé ógnað,
meðal annars vegna fækkunar stöðugilda
í hjúkrun. Niðurstaða læknaráðs var á
sömu nótum en ákveðið hefur verið að
halda sameiningunni til streitu.
Hjúkrunarráð hefur tekið þátt í mörgum
verkefnum og reynt að leggja þeim lið. Þar
má nefna rafræna hjúkrunarskráningu,
fjölskylduhjúkrun og lyfjaumsýslu á
spítalanum. Bæði hjúkrunarskráningin og
lyfjaumsýslan eru mikil öryggismál. Ýmsar
nefndir spítalans hafa unnið að því að
breyta lyfjadreifingu, lögun lyfjaherbergja
og starfsumhverfi og stjórnun deilda og
hefur ráðið átt fulltrúa í nokkrum þeirra.
Vel gengur að búa til kerfi fyrir rafræna
hjúkrunarskráningu og er gert ráð fyrir að
prufukeyra það á næstunni.
Fyrir utan fræðslufundi og aðalfund
skipuleggur ráðið einnig opna fundi fyrir
félagsmenn. Í reglum ráðsins kemur fram
að halda á að minnsta kosti einn slíkan
fund vor og haust. Í byrjun mars var
fundur þar sem fjallað var um hjúkrun
í nýju sviðsskipulagi. Á annað hundrað
manns sótti fundinn. Meðal annars var
kynnt könnun sem hjúkrunarráð gerði
til þess að afla hagnýtra hugmynda
hjúkrunarfræðinga. Alls konar hugmyndir
um leiðir til hagræðingar komu þar
fram. Einnig var spurt um áhyggjur
hjúkrunarfræðinga af stöðu hjúkrunar í
nýju sviðsskipulagi og sögðust 44% hafa
miklar eða frekar miklar áhyggjur.
En skiptir starf hjúkrunarráðs einhverju
máli fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður
á Landspítala? „Sjónarmið hjúkrunar
mundu síður koma fram ef ráðið væri ekki
til. Það yrði kannski enginn skaði strax ef
ráðið legðist af en til lengra tíma litið
myndi hann koma í ljós,“ segir Þórgunnur.
Bylgja og Sigríður taka undir það.
„Ráðið hefur komið fram með sjónarmið
hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í
starfi spítalans. Við höfum fundið fyrir
miklum velvilja hjúkrunarfræðinga að
aðstoða stjórn hjúkrunarráðs við að veita
umsagnir og tjá skoðanir okkar. yngri
hjúkrunarfræðingar mættu hins vegar
taka meiri þátt og láta sig varða um
hjúkrunarráð. Hjúkrunarfræðingar eru
stærsta heilbrigðisstéttin og við erum
hjá sjúklingnum allan sólarhringinn. Við
þurfum að standa vörð um fagmennskuna
og um þróunina í starfi okkar“, segir
Bylgja að lokum.