Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 19 Meistaranámið í heilbrigðisvísindum er 120 ECTS­einingar. Það er byggt upp af sex námskeiðum sem eru 10 ECTS­ einingar hvert, samtals 60 ECTS­einingar, og meistararitgerð sem er að jafnaði 60 ECTS­einingar. Þrjú námskeið eru skyldunámskeið (alls 30 ECTS­einingar) en hin þrjú eru valnámskeið. Inntökuskilyrði er að umsækjendur hafi lokið BS­námi á sviði heilbrigðisvísinda eða skyldra greina með að öllu jöfnu fyrstu einkunn frá viðurkenndri háskólastofnun. Diplómanámið er byggt upp á sama hátt og meistaranámið. Þrjú námskeið eru skyldunámskeið en hin þrjú eru valnámskeið. Nemendur geta eftir þetta 30, 40 eða 60 ECTS­eininga framhaldsnám útskrifast með diplóma í heilbrigðisvísindum. Inntökuskilyrði eru þau sömu og gilda um meistaranámið. Námið er þverfaglegt. Lögð er áhersla á frelsi nemans til að velja sér áherslur og að hann fái ráðgjöf við það val. Lögð er áhersla á virkni nemenda og umræður, að jafnaði eru verkefni í stað prófa. Markmið námsins er að þeir sem útskrifast úr náminu verði gagnrýnir greinendur, ígrundandi fagmenn, breytingaliðar og víðsýnir og skapandi leiðtogar. Þetta eru rauðu þræðirnir í uppbyggingu og innihaldi námskeiða, og þetta er haft að leiðarljósi í kennsluháttum og námsmati. Þá er í öllum námskeiðum lögð áhersla á mikilvægi rannsókna. Kennt Hjúkrunarfræðingar eru ekki bundnir við HÍ ef þeir vilja bæta við menntun sína. Þeir geta líka sótt sér framhaldsmenntun í Háskólanum á Akureyri. Þar eru í boði þrjár námsleiðir, almennt meistaranám og námsleiðir með áherslu á stjórnun eða öldrun. Hægt er að taka hluta meistaranáms og útskrifast með diplóma í heilbrigðisvísindum. er í lotum og námið skipulagt þannig að stunda megi vinnu með því. Námslotur eru fjórar á hverju misseri, ein í mánuði. yfirleitt standa að minnsta kosti þrír sérfræðingar saman að hverju námskeiði en þannig fá nemendur meiri hugmynda­ og þekkingarfræðilega breidd í námi sínu. Nemandi skal að öllu jöfnu sitja að minnsta kosti tvö af þrem valnámskeiðum innan heilbrigðisdeildar HA. Námsleiðin með áherslu á stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar er kennd í samvinnu við viðskipta­ og raunvísindadeild HA. Auk námskeiða, sem talin eru upp í meðfylgjandi töflu, tekur neminn „Forystu og árangur“ og „Alþjóðlega mannauðs­ og þekkingarstjórnun“. Forstöðumaður námsleiðar með áherslu á öldrun er Sólveig Ása Árnadóttir. Kjarnanámskeiðið í því námi er „Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi“ og er þar lögð áhersla á heilbrigði, virkni og vellíðan aldraðra. Hægt er einnig að taka einstök námskeið. Nemandinn þarf að uppfylla almenn inntökuskilyrði framhaldsnámsins og fá samþykki umsjónarkennara viðkomandi námskeiðs. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Halldórsdóttir, prófessor og forstöðumaður framhaldsnáms í heilbrigðisdeild (sigridur@ unak.is). Umsóknarfrestur er til 5. júní 2009. DIPLÓMA­ OG MEISTARANÁM Í HEILBRIGÐISDEILD HÁSKÓLANS Á AKUREyRI Skyldunámskeið í meistaranámi Valnámskeið kennd skólaárið 2009–2010 Valnámskeið kennd skólaárið 2010–2011 Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta: Staða, stefnur og straumar Krabbamein og líknandi meðferð Fötlun og samfélag Eigindlegar rannsóknir Endurhæfing, efling og lífsgæði Langvinnir sjúkdómar og lífsglíman Megindlegar rannsóknir Stjórnun, rekstur og ígrundun Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi Stjórnun, rekstur og ígrundun Vormisseri 2010 Lota 1 11. til 16. janúar Lota 2 15. til 20. febrúar Lota 3 15. til 20. mars Lota 4 12. til 17. apríl Haustmisseri 2009 Lota 1 31. ágúst til 5. september Lota 2 28. september til 3. október Lota 3 26. til 31. október Lota 4 16. til 21. nóvember Kennsluáætlun veturinn 2009–2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.