Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200910 aðeins á fótum í eina klukkustund eða minna. Á 2. degi voru margir sjúklingar á fótum í 2 eða 3 klukkustundir en aðeins fimm sjúklingar voru á fótum í 4 eða 5 klukkustundir. Samkvæmt skráningu var hreyfing sjúklinganna í rannsókninni mun minni en í rannsókn Kehlet og Mogensen (1999) en í þeirri rannsókn hreyfðu sjúklingar sig að meðaltali í 5 klukkustundir á 2. degi eftir aðgerð og 10 klukkustundir á 3. degi. Þegar leitað er leiða til að auka hreyfingu þarf að gæta vel að hvatningu, aðstöðu og verkjameðferð. Aukið vinnuframlag þeirra sem sjá um að aðstoða sjúklinga myndi eflaust skila sér í aukinni hreyfingu sjúklinga. Niðurstöður sýna að sjúklingar voru margir hverjir með utanbastdeyfingu fram á 3. dag og það gæti bæði hvatt og hindrað hreyfingu. Hvatinn gæti verið í góðri verkjastillingu en hindrunin í að þurfa að vera með vökvastatíf á ógreiðfærum göngum. Ógleði var nokkuð algeng (hjá þriðjungi sjúklinga á 3. degi eftir aðgerð) og hefur líklega dregið mjög úr næringu. Ekki gekk sem skyldi að fylgja leiðbeiningum um næringu sjúklinga í þessari rannsókn. Fimm sjúklingar voru fastandi eftir aðgerð en flestir hinna neyttu einhverrar fæðu á fyrstu 3 dögunum eftir aðgerð. Flestir sjúklinganna höfðu losnað við vind á 3. degi en aðeins 22 höfðu losnað við hægðir á fyrstu 3 dögunum eftir aðgerð. Hugsanlega hefur það einhver áhrif á tíðni ógleði en einnig getur ógleði og lítil næring haft áhrif á hægðir. Styttri fasta fyrir aðgerð gæti dregið úr ógleði og bætt næringarástand. Eins hafa fyrri rannsóknir sýnt að hátt hlutfall súrefnis í innöndun í svæfingu getur dregið úr ógleði (Zargar­Shoshtari og Hill, 2008). Auka þarf framboð á fljótandi fæði sem sjúklingar hafa frjálsan aðgang að til að hvetja þá til að borða. Þrír sjúklingar voru greindir með fylgikvilla. Einn sjúklingur fékk lungnabólgu (78 ára), einn fékk þvagfærasýkingu (57 ára) og einn fékk hjartabilun (71 árs). Enginn sjúklingur fékk fylgikvilla vegna leka á samskeytum né opnun á kviðvegg. Enginn fékk blóðtappa, hjartaáfall eða blóðrek til lungna. Daginn eftir útskrift náðist í 32 sjúklinga í símaviðtal. Af þeim leið 23 sjúklingum vel en 9 sjúklingum fannst líðan sín ekki viðunandi. 16 sjúklingar voru ekki með verki en 16 höfðu verið með verki, þar af 8 sem mátu verstu verki sína meiri en 3 á skalanum 0­10. Flestum (27) sjúklingum gekk vel að hreyfa sig heima og nærast en 5 gekk illa með hvort tveggja. 7 sjúklingar höfðu ekki haft hægðir en þvaglát gengu vel hjá 30 sjúklingum. 5 sjúklingar sögðust hafa einkenni um sýkingu í skurðsári. Innleiðing flýtibatameðferðar hafði áhrif á legutíma sjúklinga. Eins sýna fáar endurinnlagnir og niður stöður síma viðtala að meiri hluti sjúklinga telur líðan sína viðunandi heima eftir útskrift. Saman borið við niður stöður Kehlet og Mogensen (1999) og nýrri rannsókna er líklegt að hægt sé að ná betri árangri við verkja stillingu sjúklinga, ógleði stillingu og næringu og þar með útskrifa þá fyrr. Lokaorð Þetta verkefni hefur verið skemmtilegt en líka krefjandi og margar vinnustundir liggja að baki. Vinnan hefur verið fjölbreytt þar sem um er að ræða breytingar á skipulagi, samstarf við aðrar stéttir, samvinnu við sjúklinga, mikla og stöðuga fræðslu og heildræna meðferð. Allt þetta byggist á faglegri þekkingu og styður símenntun. Eins og Maessen og félagar (2007) benda réttilega á krefst þessi meðferð þjálfunar hjúkrunar fræðinga og sjúkraliða. Teymisvinna er rauði þráðurinn í ferlinu og nauðsyn á reglulegum fundum, sérstaklega þegar nýtt starfsfólk kemur til starfa. Til þess að vel takist til getur verið nauðsynlegt að gera meiriháttar breytingar á starfsháttum allrar skurðdeildarinnar, sérstaklega hvað varðar skipulag og fræðslu. Það sem hefur reynst hvað erfiðast er að ná fram breytingum á störfum annarra stétta en hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og þá ekki síður að breyta umhverfi og skipulagi á svona stórri stofnun eins og Landspítalinn er. Til dæmis eru venjulegar sjúkradeildir ekki hannaðar með tilliti til þess að sjúklingar geti verið meira á fótum en í rúminu og geti sjálfir náð í drykki og borðað í borðstofu. Sumum þáttum hefur ekki enn verið breytt í samræmi við leiðbeiningar. Um leið og breyting á skipulagi ber á góma er nauðsynlegt að huga að þýðingu þess fyrir hjúkrun. Svona breyting hefur í för með sér mun fleiri hjúkrunarstundir meðan sjúklingur er á deildinni þótt í heild fækki hjúkrunarstundum af því að sjúkrahúsvistin er styttri. Stöðugildum þarf að breyta í samræmi við aukið vinnuálag. Þegar við unnum skýrsluna um rannsóknina kom oft fram í tali okkar á milli löngun til að endurtaka rannsóknina í þeirri vissu að ýmislegt hefði breyst í meðferðinni á deildinni og starfið allt væri komið í fastari skorður. Með tímanum verður eins konar hugarfarsbreyting, bæði hjá starfsfólki og sjúklingum. Sem dæmi má nefna að í fyrstu sýndum við sjúklingum „tillitssemi“ þegar þeir þjáðust af ógleði og slappleika og treystu sér ekki fram úr, „leyfðum þeim að liggja“, en núna drífum við alla fram úr, sérstaklega þá sem er óglatt og fullvissum þá um að ógleðin lagist við það að hreyfa sig – og það virkar þótt sumir eigi erfitt með að trúa því í fyrstu. Allar breytingar leiða til einhvers sem ekki sást fyrir í upphafi eins og Gunnar Skúli svæfingalæknir teymisins benti réttilega á. Hann telur það blessun að forskrift Tafla 3. Meðalfjöldi heildarlegudaga sjúklinga 80 ára eða yngri sem fóru í hægri ristilúrnám , vinstri ristilúrnám eða bugaristilúrnám. Ár aðgerðar Meðaltal legudaga Miðgildi N Staðalfrávik 2003 11,67 9,5 39 6,776 2005 8,61 8,0 49 4,949
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.