Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 41 einnig við að kynferðislegt ofbeldi er hluti af öðru ofbeldi í sambandinu. Þetta er falið vandamál sem konur segja treglega frá í viðtölum. Vaxandi komutölur í Barnahús segja sína sögu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hvort sem tölurnar lýsa raunverulegri aukningu eða opnari umræðu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að börn hér á landi búi yfir talsverðri vitneskju um ofbeldi í nánum samböndum og hátt hlutfall þeirra hefur heyrt orðið. Þá er algengt að börn geti skilgreint orðið heimilisofbeldi. Áhugavert hefði verið að fá skýrari mynd af hver skilningur barna á andlegu ofbeldi er því andlegt ofbeldi er oft ósýnilegra og ekki síður skaðlegt. Í nánast öllum tilvísunum vegna ofbeldis í nánum samböndum til Áfallamiðstöðvar LSH er um að ræða konur sem hafa verið beittar ofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Börn eru á heimili í yfir helmingi tilfella. Í stuðningssamtölum mínum við konur í þessari stöðu er algengast að þær telji að börnin verði ekki vitni að ofbeldinu eða að þau viti ekki um það. Í greininni er þetta gert að umtalsefni þar sem vitnað er í erlendar viðtalsrannsóknir sem benda til að þögn sé um málið á milli foreldra og barna. Þögnin geti verið tilkomin af ótta, sektarkennd eða sé meðvituð leið hins fullorðna til að vernda barnið fyrir vitneskjunni. Eins og bent er á í greininni gerir þögnin oft illt verra. Í því sambandi saknaði ég þess að ekki var minnst á áfallastreituröskun. Streituviðbrögð í kjölfar andlegs, líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis geta haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Afleiðingar ofbeldis geta komið fram sem áfallastreituviðbrögð og þróast yfir í sjúkdómseinkenni áfallastreituröskunar (Post Traumatic Stress Disorder eða PTSD) ( Dziegielewski, 2002). Þrátt fyrir að þessi sjúkdómsgreining sé um tveggja áratuga gömul er enn lítil þekking á alvarlegum afleiðingum áfalla í heilbrigðisþjónustu. Ziegler og félagar (2005) gerðu könnun á þekkingu lækna í bráðaþjónustu barna á áfallastreitu og þróun hennar. Í ljós kom vanmat á þróun áfallastreituviðbragða hjá börnum og mjög lítil þekking á áfallastreituröskun sem er ein af algengum afleiðingum hjá þolendum ofbeldis. Innan áfallafræðinnar er einnig skrifað um skörun í greiningarviðmiðum athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) og áfallastreituröskunar. Þetta felur í sér hættu á að vegna svipaðra greiningarviðmiða geti ADHD­greining verði gerð í stað áfallastreituröskunar ef menn þekkja ekki til greiningarviðmiða áfallastreituröskunar (Wenstein o.fl., 2000). Hættan er sú að börn og unglingar, sem hafa búið við vanrækslu eða ofbeldi sem hefur leitt til áfallastreituröskunar, fái því ekki viðeigandi meðferð. Ég verð sjálf vör við litla þekkingu í heilbrigðiskerfinu á áfallastreituröskun og einnig ótta heilbrigðisstarfsmanna við að veita svokallaða áfallahjálp sem er þó fyrst og fremst fræðsla og almennur sálrænn stuðningur. Mig langar í því sambandi að benda áhugasömum á nýútkomnar leiðbeiningar um áfallahjálp á vef landlæknis: Sálræn skyndihjálp, viðurkennt verklag á vettvangi (2009) í þýðingu Berglindar Guðmundsdóttur og Þórunnar Finnsdóttur. Í Danmörku hafa ríkis stjórnar flokkarnir lagt fram tillögur um að breyta lögum þannig að verkefni og ábyrgð verði færð til í heilbrigðiskerfinu. Í lögunum er gert ráð fyrir að hjúkrunarfræðingur með viðeigandi menntun geti í vissum tilfellum ávísað lyfjum. Í tillögunum felst að búið verði til nýtt framhaldsnám fyrir klíníska sérfræðinga. Slíkum sérfræðingi er ætlað að geta sjálfstætt ávísað lyfjum, meðal annars til fólks með langvinna sjúkdóma. Heilbrigðisráðherra Dana stendur bak við tillögurnar og kallar þær heilbrigða skynsemi. Menntamálaráðherra bendir á að nauðsynlegt sé að hafa sveigjanleika milli starfsstétta til þess að auka gæði og árangur í heilbrigðiskerfinu. Auk þess getur aukið val á menntun og starfsvettvangi leitt til þess að fleiri leita í hjúkrun. Dansk Sygeplejeråd, danska hjúkrunarfélagið, hefur lýst ánægju með tillögurnar. Connie Kruckow, formaður félagsins, segir það vera mjög jákvætt hversu mikið fylgi tillögurnar hafa fengið. Fyrirséð sé að fólk með langvinna sjúkdóma fái betri og heildstæðari heilbrigðisþjónustu. Einnig opni tillögurnar nýjar leiðir til framgangs í starfi fyrir hjúkrunarfræðinga. Í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga mælti Sóley Bender fyrir því að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fengju leyfi til að ávísa hormóna­ getnaðarvörnum. Margt bendir til að samfella í heilbrigðisþjónustu batni ef íslenskir hjúkrunar­ fræðingar fá einnig, eins og til stendur í Danmörku, leyfi til þess í ákveðnum tilfellum að ávísa lyfjum til fólks með langvinna sjúkdóma. Danskir hjúkrunarfræðingar ávísi lyfjum Fr ét ta pu nk tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.