Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200948 þekkja og tileinka sér réttar aðferðir til að ráða fram úr erfiðleikum sem þau standa frammi fyrir, geta sagt hvernig þeim líður og ekki síður að geta sýnt öðrum börnum samkennd og stuðning þegar við á.“ Stálheppin með vinum Zippýs Lýðheilsustöð vinnur að þessu meðal annars með því að leggja grunnskólum til Vini Zippýs sem er alþjóðlegt lífsleikninámsefni sem er ætlað að efla geðheilbrigði ungra barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Guðrún hefur haft með höndum það hlutverk að sinna verkefninu um Vini Zippýs og segist þar vera stálheppin. Námsefnið hefur verið vandlega árangursmetið af sérfræðingum og er útkoman góð bæði hér á landi og í þeim fimmtán löndum til viðbótar þar sem það hefur verið kennt. Námsefnið er kennt í eitt skólaár og stuðlar að því að gera ung börn færari en ella um að takast á við erfiðleika í lífinu. Félagsþroski og sjálfsöryggi eflist og börnin verða færari og fúsari til að hjálpa öðrum sem á þurfa að halda. „Kennarar, sem hafa kennt námsefnið hér á landi, segja að Vinir Zippýs fari mjög vel saman með öðrum forvarnaverkefnum sem kennd eru í grunnskólum, til dæmis Olweusar­áætluninni gegn einelti,“ segir Guðrún „Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að bæði kennarar og foreldrar hafa tekið eftir jákvæðum breytingum í fari barna sem kynnst hafa námsefninu Vinir Zippýs og eiga börnin auðveldara með að tjá tilfinningar sínar og ræða um þær við aðra. Börnin eiga þannig betri samskipti við aðra, þau lenda sjaldnar í rifrildi eða slagsmálum og geta sjálf komist að raun um hvernig best er að leiða til lykta ágreiningsmál á jákvæðan hátt.“ Þjóðin er dofin Næstliðnir mánuðir hafa verið íslensku þjóðinni þungir í skauti. Fjarri fer að áhrif efnahagshrunsins séu komin fram og á marga mun vísast reyna í fyllingu tímans „Ég tel að við eigum eftir að finna fyrir aukinni vanlíðan meðal almennings þegar til lengri tíma er litið og atvinnuleysið fer að sverfa að. Þjóðin er í rauninni dofin eftir fall fjármálakerfisins. Jákvæðu hliðarnar eru hins vegar þær, ef svo má að orði komast, að fólk heldur meira saman bæði í fjölskyldu og vinahópum, samkennd virðist vera að aukast í samfélaginu og gildismat að breytast. Það eitt og sér er að mínum dómi frábær forvörn sem bætir lýðheilsu íslensku þjóðarinnar.“ Taktu þátt í aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem verður haldinn 12. maí 2009 á Grand hótel Reykjavík Vilt þú hafa áhrif? • Hverjir sitja í stjórn og nefndum • Stefnumótun og starfsáætlun • Félagsgjöld • Önnur mál Skráðu þátttöku á www.hjukrun.is fyrir 5. maí til að öðlast atkvæðisrétt A fundinum getur þú meðal annars haft áhrif á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.