Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 35
eru nefnd vegna aðdráttarafls síns á
starfsfólk. Þessir eiginleikar fólust í miklu
sjálfræði og stjórn hjúkrunarfræðinga
á starfsumhverfi sínu, góðu sambandi
hjúkrunarfræðinga við samstarfsfólk sitt,
góðri stoðþjónustu, nægum mannafla
til að veita hágæðaumönnun, tíma til að
ræða vandamál sjúklinga við starfsfélaga,
tækifæri til þátttöku í stefnumörkun,
öflugum hjúkrunarstjórnanda og umhverfi
sem gaf til kynna að vinna hjúkrunar
fræðinga var metin að verðleikum
(Armstrong, 2005).
Segulsjúkrahús eru stofnanir þar sem
hjúkrun og afdrif sjúklinga eru betri
en víðast hvar annars staðar. Þessi
sjúkrahús hafa ákveðna grunnþætti
sem auka árangur þeirra bæði varðandi
ánægju starfsmanna og skjólstæðinga,
öryggi og gæði þjónustunnar. Þar
starfa klínískt hæfir hjúkrunarfræðingar,
samstarf þeirra og samskipti við lækna
eru árangursrík, þeir eru sjálfstæðir og
stjórna hjúkrunarmeðferð sjúklinga,
deildarstjórar og yfirstjórn veita stuðning
og starfsmenn fá hjálp við starfsþróun.
Þar er nægur fjöldi hjúkrunarfræðinga að
störfum og hagur sjúklinga er lykilatriði.
Hjúkrunarfræðingar, sem starfa á segul
sjúkrahúsum, mæla frekar með hjúkrun
sem ævistarfi en aðrir. Þeir sýna
stofnuninni meiri hollustu og telja gæði
hjúkrunar mikil. Bætt starfsumhverfi
og aukið sjálfræði hjúkrunarfræðinga
bætir starfsanda og stuðlar að
öruggari umönnun og betri afdrifum
sjúklinga. Kulnun og starfsmannavelta
hjúkrunarfræðinga er minni og dregur
það úr rekstrarkostnaði. Þessi sjúkrahús
eru mjög eftirsóknarverðir vinnustaðir og
laða til sín vel menntað starfsfólk. Áhrif
og árangur segulsjúkrahúsa fram yfir
önnur sjúkrahús er töluverður: Þar eru
færri stunguóhöpp hjúkrunarfræðinga,
færri óhöpp (svo sem byltur), sýkingar
og dauðsföll sjúklinga. Meðalkostnaður
á sjúkling er minni vegna færri fylgikvilla
sjúkrahúslegunnar. Einnig eru legudagar
á gjörgæsludeildum færri, lega sjúklinga
styttri, lyfjanotkun minni og rannsóknir
færri og þar af leiðandi lægri kostnaður
(Armstrong, 2005; Ulrich o.fl., 2007).
Mikilvægt er fyrir segulsjúkrahús að bjóða
samkeppnishæf laun þótt það sé ekki
úrslitaþáttur í baráttu þeirra við manneklu.
Stofnanabragur og hugmyndafræði skipta
þar meira máli. Einnig hefur næg mönnun
mikil áhrif og gefur hjúkrunarfræðingum
færi á að fullnægja betur sálrænum og
andlegum þörfum sjúklinga ekki síður en
líkamlegum (Coile, 2001).
Hvernig stjórnendur vilja
hjúkrunarfræðingar?
Stuðningur og einlægur áhugi stjórnenda
eru mikilvæg fyrir heilbrigt starfsumhverfi,
starfsánægju og gæði umönnunar.
Þess eru dæmi að hjúkrunarfræðingar
hætti störfum út af stjórnendum.
Með því að þekkja þá hæfileika, sem
hjúkrunarfræðingar kunna að meta
hjá stjórnendum, fæst innsýn í hvaða
leiðtogagerð þeir eru líklegri til að
fylgja. Ýmsa leiðtogaeiginleika, sem
hjúkrunarfræðingar telja mikilvæga í fari
stjórnenda, má sjá í töflu 2. Marga þeirra
má sjá í fari svonefndra þjónustuleiðtoga.
Þjónustuleiðtogi er fyrst og fremst þjónn
þeirra sem hann leiðir. Hann laðar fram
samfélagsþroska og vekur samfélagsvitund
á vinnustaðnum. Hann ber virðingu fyrir
fylgjendum sínum, leiðbeinir og hvetur
þá en hugar jafnframt að grunnþörfum
þeirra. Hann á auðvelt með að leysa
ágreining, ná fram breytingum og árangri
og hefur sterka ábyrgðartilfinningu,
framtíðarsýn og skýr markmið. Hann setur
hagsmuni skjólstæðinga og starfsfólks í
forgrunn. Það er andstætt hugsun hans
að sækjast eftir valdi, virðingu og hagnaði.
Þjónustuleiðtogi vekur tilfinningu annarra
fyrir því að þeir skipti máli. Þetta skilar
sér í góðri þjónustu við skjólstæðinga
(Birna G. Jónsdóttir, 2006). Forysta, sem
setur í forgang að þjóna þeim sem þjóna
öðrum, á erindi í hjúkrun. Ef allir hefðu
þetta hugarfar má gera ráð fyrir að góð
samstarfsvitund sprytti fram sem vekti
betri líðan og gæði þjónustunnar yrðu
Meiri.
„Forysta, sem setur í
forgang að þjóna þeim
sem þjóna öðrum, á
erindi í hjúkrun.“
Með styðjandi og uppbyggjandi
samskiptum eflast hjúkrunarfræðingar og
fá jákvætt viðhorf gagnvart eigin stöðu svo
að geta þeirra til að veita gæðahjúkrun
vex. Rannsóknir hafa sýnt jákvæða svörun
milli eflingar hjúkrunarfræðinga, trausts til
stjórnenda og hollustu við stofnunina.
Fái hjúkrunarfræðingar að taka þátt í
Heiðarleiki
Sanngirni
Heilindi
Áreiðanleiki
Virðing fyrir
undirmönnum
Fagleg þekking
Næmi á fólk
Samskiptahæfni
Jákvæðni
Aðgengilegur
Styðjandi og hvetjandi
Opnir fyrir
hugmyndum annarra
Tafla 2. Leiðtogaeiginleikar sem hjúkrunarfræð
ingar telja mikilvæga (Thompson o.fl., 2003).