Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 20098 Haustið 2007 var svo enn lagt land undir fót til að fylgjast með nýjungum og skerpa á ýmsum þáttum meðferðarinnar. Í þetta sinn var ferðinni heitið til Danmerkur í höfuðstöðvar upphafsmannsins, dr. Kehlets, á Hvidovre­sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Þetta teljum við hafa átt stóran þátt í að auka skilning og þekkingu á grundvallarþáttum meðferðarinnar og það var tvímælalaust mikilvægt að svo margir fengu fræðslu á þennan hátt. Framkvæmd flýtibatameðferðar Flýtibatameðferðin á 12G hefur þróast á þeim árum sem liðin eru frá því að byrjað var. Hér er lýst því ferli sem unnið var eftir 2008. Undirbúningur fyrir aðgerð hefst með því að hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild hringir heim til sjúklings, lætur hann vita um aðgerðardag og tíma í innskriftarmiðstöð. Sami hjúkrunarfræðingur sendir í pósti fræðsluefni um undirbúning fyrir aðgerð, aðgerðina sjálfa og meðferð eftir aðgerð. Í innskriftarmiðstöð nokkrum dögum síðar hittir sjúklingur skurðlækni, sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræðing sem aflar upplýsinga hjá sjúklingi. Allar rannsóknir, sem þarf að gera fyrir aðgerðina, eru gerðar þennan dag. Að þessu loknu er sjúklingi vísað í móttöku á 12G þar sem hjúkrunarfræðingur fræðir hann og sýnir deildina. Kvöldið fyrir aðgerð kemur hann svo aftur á deildina, fær blóðþynningarsprautu og þrjá kolvetnisdrykki sem hann á að drekka fyrir miðnætti og á að vera fastandi eftir það. Þeir sem gangast undir aðgerð á vinstri ristli og bugaristli fá úthreinsivökva (klysma). Sjúklingur fer heim og kemur aftur að morgni aðgerðardags. Í aðgerðinni sjálfri er lögð áhersla á góða utanbastdeyfingu og notað sem minnst af lyfjum sem gætu leitt til þess að sjúklingurinn verði þreyttur og sljór eftir aðgerðina. Reynt er að takmarka vökvagjöf og gefið hátt hlutfall súrefnis. Eftir aðgerð er unnið eftir meðferðaráætlun eins og fram kemur í töflu 2. Á Landspítala þurfti að víkja frá nokkrum atriðum sem tilheyra flýtibatameðferð eins og hún var framkvæmd í Danmörku (Kehlet og Mogensen, 1999). Helstu breytingar voru þær að þeir sem gangast undir aðgerð á vinstri ristli og bugaristli fá úthreinsun. Einnig eru notuð önnur verkjalyf og önnur lyf til að flýta hægðalosun en Kehlet gerði ráð fyrir. Kehlet gerði ráð fyrir föstu í fjóra tíma en hér er fastað frá miðnætti og sjúklingar drekka næringardrykki í samræmi við það. Rannsókn á líðan í legu og eftir útskrift Frá upphafi var gert ráð fyrir að gera rannsókn þar sem fylgst var með líðan sjúklinga sem fóru í flýtibatameðferð, bæði á deildinni og heima við eftir útskrift. Tryggvi B. Stefánsson hafði fengið leyfi til að nota rannsóknargögn frá Svíþjóð sem voru þýdd og staðfærð. Í athugun voru ýmsir þættir eftir aðgerð, líðan sjúklinga í legu og eftir útskrift. Markmið rannsóknarinnar var að meta líðan og endurbata sjúklinga sem gengust undir flýtibatameðferð á deild 12G og bera saman við niðurstöður rannsókna frá Danmörku og Svíþjóð (Kehlet og Mogensen, 1999; Smedh o.fl., 2001). Hreyfing strax að lokinni aðgerð er mikilvæg til að koma í veg fyrir ýmsa fylgikvilla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.