Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200912 Ákvæði um trúnaðarmenn hafa verið í íslenskum lögum síðan 1938. Það var þó ekki fyrr en 1986 sem opinberir starfsmenn fengu trúnaðarmannakerfi með lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í dag er staða trúnaðarmanns það sterk að hann getur sinnt málum vinnufélaga sinna án þess að þurfa sjálfur að óttast um að missa vinnuna vegna þessa. Tiltölulega lítið hefur reynt á trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga. Algengt er að þegar hjúkrunarfræðingar þurfa á aðstoð að halda leiti þeir beint til skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með málefni sem trúnaðarmaður hefði auðveldlega getað leyst úr. Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur valdið því að hjúkrunarfræðingar hafa yfirleitt getað valið sér vinnustað, og vinnuveitendur hafa verið tiltölulega sveigjanlegir og velviljaðir. Nú er staðan önnur og ekki er lengur öruggt með vinnu og starfskjör þannig að það er um að gera að rifja upp hvað trúnaðarmenn geta gert fyrir félagsmenn sína. Cecilie Björgvinsdóttir er verkefnastjóri kjara­ og réttindamála á skrifstofu félagsins. Fyrir hönd félagsins ber hún einnig ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu. Hún segir að hjúkrunarfræðingar þurfi að vera mjög meðvitaðir um störf trúnaðarmanna, hlut­ verk þeirra og skyldur til þess að þeir nýtist sem skyldi. Trúnaðarmaður starfi sem tengiliður milli félagsmanna og yfirmanna stofnana en einnig milli félagsmanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Trúnaðarmaðurinn gjörþekki aðstæður á vinnustaðnum og hafi þannig þekkingu sem sé ekki endilega til staðar á skrifstofu félagsins. Að sögn Cecilie eru trúnaðarmenn á langflestum vinnustöðum landsins. Samtals Trúnaðarmannafundur í janúar sl. Christer Magnusson, christer@hjukrun.is ÞEIR VAKA yFIR STARFSKJÖRUM HJÚKRUNARFRÆÐINGA Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lengi haft vel skipulagt net trúnaðarmanna á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Þó vita líklega ekki allir félagsmenn hverjir þeir eru og hvert verksvið þeirra er. Starf trúnaðarmanns er lögverndað og um að gera að nýta sér þjónustu trúnaðarmanna. eru þeir um eitt hundruð en þrír fjórðu þeirra eru í Reykjavík. Á vinnustað, þar sem starfa fimm eða fleiri hjúkrunarfræðingar, geta hjúkrunarfræðingar kosið sér trúnaðarmann. Stærri vinnustöðum er hægt að skipta í vinnustöðvar sem hver og ein getur haft sinn trúnaðarmann. Á Landspítala, stærsta vinnustað hjúkrunarfræðinga, eru trúnaðarmenn á flestum deildum. En trúnaðarmaðurinn stendur alls ekki einn. Cecilie segir að FÍH veitir trúnaðarmönnum ýmiss konar þjónustu. Að minnsta kosti einu sinni á ári er boðið upp á námskeið fyrir trúnaðarmenn. Þeir eiga einnig kost á að sækja námskeið og þing hjá Bandalagi háskólamanna og fleiri aðilum. Í verkahring Cecilie er einnig að upplýsa trúnaðarmenn um stöðu kjaramála og styrkja og aðstoða trúnaðarmenn í þeim málum sem upp koma á vinnustöðunum. Þegar trúnaðarmaður telur sig ekki geta leyst úr máli getur hann skotið því til svæðisdeildar en oftast kemur það þá inn á borð Cecilie. Hlutverk trúnaðarmanns Í reglum um trúnaðarmenn er gert ráð fyrir kosningu á tveggja ára fresti. Í flestum tilfellum er trúnaðarmaðurinn þó ekki kosinn heldur er skorað á einhvern á vinnustaðnum að taka starfið að sér. Hugsanlega halda hjúkrunarfræðingar að starfið sé erfiðara en það er í raun en það getur verið svolítið yfirþyrmandi að lesa listann yfir skyldur trúnaðarmanns. Eins og segir í starfsreglum trúnaðarmanna á hann að standa vörð um réttindi og skyldur félagsmanna. Einnig á hann að leitast við að eiga góð tengsl við þá sem hann þarf að eiga samskipti við og stuðla að sáttum þegar til ágreinings kemur. Þá ber honum skylda til að kynna sér ýtarlega kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, upplýsa félagsmenn um ný og breytt kjaraatriði og fylgjast með að réttindi og skyldur félagsmanna og stofnana séu virtar. Honum ber enn fremur að taka við kvörtunum og fyrirspurnum félagsmanna og rannsaka efni þeirra og krefja vinnuveitanda um lagfæringu ef þess gerist þörf. Trúnaðarmaðurinn á svo að skila skýrslu til félagsins um niðurstöðuna. Ætlast er einnig til að hann fylgist með þegar nýir félagsmenn ráða sig á vinnustaðinn og kynni þeim hver sé þeirra trúnaðarmaður. Einnig skal hann kynna nýráðnum hjúkrunarfræðingum helstu atriði kjarasamninga og sérstök kjör á stofnuninni. Þá ber trúnaðarmanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.