Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 47 Hjúkrunarfræðingarnir á Lýðheilsustöð. Frá vinstri talið: Jórlaug Heimisdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. nútímans. Lýð heilsustöð heldur úti góðu vef setri og algengt er að starfsmenn skrifi greinar í blöð og tímarit. Þá birtast heilsu­ skilaboð frá stöðinni reglulega, bæði í blöðum og ljósvakamiðlum. „Lykillinn að árangri á sviði forvarna er samstarf og víðtæk þverfagleg heildræn vinnubrögð sem byggja á þekkingu. Við búum hins vegar í síbreytilegu umhverfi og ekkert gerist af sjálfu sér. Því er mikilvægt að hafa vakandi auga fyrir þróun og breytingum í samfélaginu og þar á heilsugæslan drjúgan hlut að máli enda má segja að hún sé hornsteinn forvarnastarfs í landinu. Að forvarnastarfi þurfa sem flestir að standa: opinberir aðilar, grasrótarsamtök og einkageirinn. Einnig þarf að vekja fólk til umhugsunar um eigið heilbrigði og velferð og beina sjónum að þeim möguleikum sem hver maður hefur til að hafa áhrif á eigin heilsu og líðan.“ Samvinna við skólasamfélagið Upplýsingar um möguleika til heilsueflingar þurfa að vera öllum aðgengilegar, segir Guðrún sem leggur áherslu á að allur fróðleikur á vegum Lýðheilsustöðvar sé settur fram á því tungutaki sem almenningur eigi auðvelt með að tileinka sér. „Sérstök ástæða er til að huga að heilsu barna og unglinga. Innan Lýðheilsustöðvar er lögð áhersla á góða samvinnu við skólasamfélagið enda viljum við stuðla að markvissu forvarna­ og heilsueflingarstarfi í leik­, grunn­ og framhaldskólum. Markmiðið með slíku er að efla sjálfsvitund og ­traust nemenda þannig að þeir tileinki sér lifnaðarhætti sem stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan með því að borða hollan mat, stunda reglulega hreyfingu og útivist, hafna tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Guðrún sem í þessu sambandi nefnir heilbrigðisfræðsluverkefnið 6H heilsunnar, samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Miðstöðvar heilsuverndar barna en viðfangsefnin þar eru hollusta, hvíld, hreyfing, hreinlæti, hamingja, hugrekki og kynheilbrigði. Á heimavelli í geðhjúkrun Guðrún Guðmundsdóttir nam ung við Verslunarskóla Íslands og lauk síðar sjúkraliðanámi. Hún útskrifaðist árið 1994 með BS­próf í hjúkrun frá Háskóla Íslands. Strax í grunnnámi í hjúkrunarfræðum segist hún hafa fundið sig á heimvelli þegar hún starfaði á geðsviði og fyrstu árin eftir brautskráningu starfaði hún á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, fyrst sem almennur hjúkrunarfræðingur og síðar deildarstjóri. „Ég starfaði svo um tíma sem verkefnastjóri á geðsviði og stýrði vinnu við þýðingu og forprófun RAI­MH­matstækisins (Resident Assessment Instrument – Mental Health) sem er yfirgripsmikið staðlað matstæki. Þar er ástand og staða sjúklinga greind mjög nákvæmlega svo veita megi þeim sem allra besta þjónustu. Einnig getur matstækið stutt við gerð kostnaðargreininga, árangursmælinga og gæðavísa.“ Guðrún lauk árið 2004 meistaraprófi frá hjúkrunarfræðideild HÍ. yfirskrift lokaverkefnis hennar var „Hjálparleit einstaklinga sem eiga við andlega vanlíðan að stríða“. Byggðist verkefnið á gögnum úr rannsókn prófessors Rúnars Vilhjálmssonar sem nefndist Heilbrigði og lífskjör Íslendinga. Í verkefni sínu skoðaði Guðrún meðal annars í hvaða mæli einstaklingar, sem þjást af andlegri vanlíðan, leituðu til hinna ýmsu fagaðila í heilbrigðisþjónustunni auk þess sem kannað var hvort munur væri á þjónustunotkun eftir þjóðfélagshópum. Börnin þurfa að læra Guðrún kom til starfa á Lýðheilsustöð í september 2004 og hafði þá nýlokið meistaranámi sínu. „Ég sá mikil sóknarfæri felast í því að starfa að geðheilbrigðismálum á þessum vettvangi þar sem áhersla er lögð á hvað hefur mest áhrif á heilbrigði og hvernig uppbygging samfélagsins alls hefur áhrif á líf fólks. Andleg og líkamleg heilsa barna og unglinga leggur grunninn að velferð þeirra í lífinu og allt forvarnastarf þarf að ráðast af þessu samspili. Börn þurfa að læra að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.