Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 43
niðurstöður rannsóknarinnar feli í sér
mikilvæg skilaboð til skóla og foreldra
auk fjölmiðla um ábyrgð þeirra á því að
útskýra og fræða börn um ofbeldi.
Í lokaorðum greinarinnar er rætt um
nauðsyn þess að dóms, félags,
mennta og heilbrigðisstofnanir ásamt
félagasamtökum, sem sinna ungu fólki,
hafi umfjöllun um ofbeldi á stefnuskrám
sínum og leggi sitt af mörkum til að hindra
kynbundið ofbeldi í nánum samböndum
(Guðrún og Ingibjörg, 2008). Ég verð
vör við vaxandi umræðu og umfjöllun
um ofbeldi í fjölmiðlum og víðar. Margir
leggja þar hönd á plóg auk fagfólks í
heilbrigðis og félagsþjónustu, til dæmis
„Blátt áfram“, Stígamót, Kvennaathvarfið
og Rauði kross Íslands.
Ég vil nota hér tækifærið og benda
á að börn eru meidd (beitt ofbeldi!) í
heilbrigðiskerfinu í tengslum við ýmsar
aðgerðir sem þau þurfa að gangast undir.
Það að halda barni á meðan verið er að
sauma eða framkvæma aðrar aðgerðir
tel ég geti verið afar skaðlegt fyrir börn.
Barn, sem sýnir ótta, hjálparleysi, hrylling
eða æsta og ruglingslega hegðun á
meðan það er meitt, er samkvæmt
skilgreingu um áföll – að upplifa áfall
(Dziegielewski, 2002). Þar með er komin
upp hætta á þróun áfallastreituröskunar
sem eins og áður sagði er vanmetinn
vandi hér á landi.
Ég finn í störfum mínum aukna þörf fyrir
fræðslu til foreldra, barna og unglinga
um ofbeldi og tel að efla þurfi enn
frekar opinskáa umræðu um eðli og
afleiðingar andlegs, líkamlegs og
kynferðislegs ofbeldis. Húkrunarfræðingar
og ljósmæður geta haft mikil áhrif á
þessa umræðu í heilbrigðisþjónustunni,
sérstaklega í tengslum við starf sitt
með foreldrum, unglingum og börnum
í mæðravernd, ungbarnavernd,
skólahjúkrun, heilsugæsluhjúkrun,
barna og fjölskylduhjúkrun. Ég sé
einnig tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga
í heilsugæsluhjúkrun og víðar í
heilbrigðisþjónustunni að sérhæfa
sig í sálrænum meðferðarformum og
veit um nokkra sem hafa gert það nú
þegar. Í framtíðinni sé ég fyrir mér að
heilsugæslan bjóði upp á meðferðarúrræði
hjá hjúkrunarfræðingi fyrir þá sem þjást
vegna ofbeldis í nánum samböndum
eða hafa orðið fyrir öðrum áföllum. Að
lokum hvet ég hjúkrunarfræðinga að
taka höndum saman um að takmarka
eins og hægt er að börn upplifi áfall
innan heilbrigðisþjónustunnar en ef það
er óumflýjanlegt þarf að fylgja barninu
eftir og bjóða upp á viðeigandi stuðning
í kjölfarið.
Margrét Blöndal er hjúkrunarfræðingur
og starfar á Áfallamiðstöð Landspítala í
Fossvogi.
Heimildir
Dziegielewski, S.F. (2002). DSM-IV-TR in action.
New york: John Wiley & Sons.
Ingólfur V. Gíslason (2008). Ofbeldi í nánum
samböndum. Orskir, afleiðingar, úrræði:
Heilbrigðiskerfið. Reykjavík: Félags og trygg
ingamálaráðuneytið.
Ziegler, M.F., Greenwald, M.H., DeGuzman, M.A.,
og Simon, H.K. (2005). Posttraumatic stress
responses in children: awareness and practice
among a sample of pediatric emergency care
providers. Pediatrics, 115 (5), 12611267.
Weinstein, D., Staffelbach, D., og Byaggio, M.
(2000). Attentiondeficit hyperactivity disorder
and post traumatic stress disorder: differential
diagnosis in childhood sexual abuse. Clinical
Psychology Review, 20, 3, 359378.
Fr
ét
ta
pu
nk
tu
r
Í tillögunum felst að stofnanir haldi sig innan
fjárheimilda ársins í stað þess að stefna í umtalsverðan
halla. Niðurskurður nemur 9,5% af fjárlögum á St.
Jósefsspítala, 5,2% á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
og 5,6% á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Starfsemi
helst í megindráttum óbreytt og er þar með úr sögunni
ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra um breytingar á
St. Jósefsspítala og skerta fæðingarþjónustu á Selfossi
og í Keflavík.
Ráðherra telur sig með þessu hafa hlustað á grasrótina
en á Suðurlandi mótmæltu 4.300 manns boðuðum
breytingum og í Hafnarfirði 14.000 manns.
Markmið ráðherra er að forðast hópuppsagnir en í
staðinn taka starfsmenn þessara stofnana á sig talsverða
launaskerðingu. Ekki er gengið á kjarasamningsbundin
réttindi en dregið er úr yfirvinnu, vaktageiðslum,
akstursgreiðslum og námsleyfis og ferðakostnaði. Kom
það fram í ræðu heilbrigðisráðherra að fleiri hópar
eru nú að taka á sig launaskerðingu. Á Ísafirði hafa
læknar ákveðið að vinna bakvaktir endurgjaldslaust og
sérfræðilæknar hafa tilkynnt að þeir muni fresta að taka
9,8% launahækkun sem átti að koma til framkvæmda 1.
apríl samkvæmt kjarasamningi. Samtals þarf að spara
6,7 milljarða í heilbrigðiskerfinu en ekki fékkst uppgefið
á blaðamannafundinum hversu mikið þessar breytingar
munu spara.
Vinna við að samræma starfsemi kragasjúkrahúsanna
og Landspítala mun halda áfram og er markmiðið að
hagræða til framtíðar frekar en að spara tímabundið.
Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands fagnaði í yfirlýsingu
ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda fæðingarþjónustu
óskertri á Suðurlandi og Suðurnesjum. Stjórnin fagnaði
jafnframt samráði heilbrigðisyfirvalda við nærsamfélag
og fagfólk.