Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200942 Hjúkrunarfræðingar geta haft áhrif á velferð barna og unglinga sem búa við ofbeldi, til dæmis með því að spyrja um ofbeldi, fræða um afleiðingar ofbeldis og leggja áherslu á að sá sem beitir ofbeldinu ber ávallt ábyrgð á því en ekki sá sem fyrir því verður. Einnig er hægt að hafa áhrif á að brugðist sé við slæmum aðstæðum barna með því að framfylgja tilkynningarskyldu til barnaverndaryfirvalda. Heilbrigðis starfs­ mönnum ber samkvæmt lögum að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef þeir telja aðbúnaði barns á einhvern hátt áfátt. Stærsti hluti barnaverndartilkynninga frá slysa­ og bráðadeild LSH í Fossvogi er vegna vanda foreldra og stærsti hluti tilkynninga frá Áfallamiðstöð er vegna hvers konar ofbeldis sem börn verða fyrir eða verða vitni að. Þegar raunveruleg þekking barna á hugtakinu heimilisofbeldi í rannsókninni er skoðuð með þetta í huga vaknar óneitanlega upp sú hugsun að allt of mörg börn þjáist í samfélagi okkar. Mín reynsla af því að koma börnum, sem búa við heimilisofbeldi, í viðunandi úrræði gefur ekki tilefni til bjartsýni. Ég hef ítrekað komist að því að þjónusta fyrir börn, sem líður illa án þess að hafa þróað með sér alvarlegan geðrænan vanda, er af mjög skornum skammti. Þarna er samt mest hægt að gera til að fyrirbyggja að geðræn og félagsleg vandamál þróist með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna, þar með talið foreldra. Algengt er að mál barna séu til meðferðar í mörgum kerfum og samvinnu vanti á milli þeirra. Í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, er sérstök áhersla lögð á öflugt samstarf við aðrar stofnanir og félagasamtök. Samstarf er m.a. við grunn­ og leikskóla, félagsmiðstöðvar, lögreglu, heilsugæslu, íþróttafélag og kirkju. Eftir því sem fleiri þjónustumiðstöðvar og sveitarfélög taka upp samvinnu af þessum toga eykst vonin um að aðgengi að þjónustu fyrir börn batni. Í samfélagi okkar er mikil aukning á alls konar afþreyingarefni, meðal annars á alheimsnetinu. Slíkt efni inniheldur stundum röng skilaboð þar sem ofbeldi er oft skilgreint sem eðlilegt viðbragð og jafnvel sem lausn á vanda. Sama má segja um hina gífurlegu klámvæðingu sem börn og unglingar sogast óvitandi og vitandi inn í, á ferðum sínum um netheima. Aðgengi að slíku efni gefur börnum og unglingum þau skilaboð að ofbeldi og þar með talið kynferðislegt ofbeldi sé á einhvern hátt „eðlilegt“. Í uppeldi og í fræðslu til barna og unglinga ætti að leggja áherslu á að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Þetta er stutt í greininni þar sem segir að Guðrún Kristjánsdóttir og Ingibjörg H. Harðardóttir (2008). Mörg íslensk börn hafa vitneskjuna: Um þekkingu og skilning barna á ofbeldi á heimilum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 84, 5, 46­54. Heilbrigðisráðherra kynnti 25. mars sl. niðurstöður vinnuhóps sem hefur leitað leiða til þess að draga úr kostnaði og ná fram samlegðaráhrifum á Land­ spítala og kragasjúkrahúsunum svonefndu. Í hópnum voru stjórn­ endur spítala nna og fulltrúar hollvina­ og almanna samtaka. Á blaða manna fundi, þar sem niðurstöðurnar voru kynntar, lýstu þessir fulltrúar ánægju með vilja heilbrigðisráðherra að hafa þá með í ráðum. Heilbrigðisráðherra boðar niðurskurð Frá blaðamannafundi í Hafnarborg 25. mars sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.