Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200930 Síðastliðið sumar, þegar samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gekk frá kjarasamningum við ríkið, vantaði rúmlega 600 hjúkrunarfræðinga til starfa til að hægt væri að sinna hjúkrunarþjónustu hér á landi á þann hátt sem stjórnendur í hjúkrun töldu nauðsynlegt. Þá var meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga komið niður í 75% og 20% af heildarlaunum þeirra komu af yfirvinnu. Mikið álag var á hverri vakt vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Í kjarasamningunum sl. sumar samdi FÍH um lækkun yfirvinnustuðulsins, það er félagið lagði áherslu á að auka vægi dagvinnulauna í heildarlaunum, á kostnað yfirvinnulaunanna. Þetta skilaði strax þeim árangri að allmargir hjúkrunarfræðingar sáu sér fært og sáu sér hag í því að hækka starfshlutfall sitt og draga úr yfirvinnu. Með því má ætla að starfsumhverfi þeirra hafi batnað og frítími þeirra hafi verið virtur. Enn fleiri hjúkrunarfræðingar juku starfshlutfall sitt sl. haust eftir að bankarnir hrundu og þrengjast fór á atvinnumarkaði. Nú, níu mánuðum eftir kjarasamningana, er svo komið að á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum er nánast fullmannað af hjúkrunarfræðingum. Hvar er hægt að bera niður í hagræðingunni? Krafan um hagræðingu og sparnað í heilbrigðiskerfinu er sannarlega ekkert ný þó hún hafi verið mishávær síðustu árin og áratugina. Minna má á tillögur Sighvats Björgvinssonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, um miklar breytingar í heilbrigðiskerfinu sem hann setti fram í svokallaðri „gulu skýrslu“ í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Tillögurnar mættu mikilli andstöðu þó í raun megi segja að sú sameining stofnana, sem þar var boðuð, hafi síðan hægt og rólega gengið eftir. Sighvatur vildi líka spara með því að koma á tilvísanakerfi milli heimilislækna og annarra sérfræðinga. Sú tillaga mætti mikilli andstöðu á þeim tíma en athyglivert er að Ögmundur Jónasson, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur viðrað sambærilegar hugmyndir í sparnaðarskyni. Þá má minna á að stjórnendur Landspítala þurftu að fækka starfsmönnum um sem nam 100 ársverkum um áramótin 2003­2004 vegna ónógra fjárveitinga á fjárlögum ársins 2004. Ég þori að fullyrða að þær aðgerðir höfðu verulega neikvæð áhrif á starfsemi spítalans og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa. Þeir sem þekkja vel til á heilbrigðis­ stofnunum eru eflaust sammála um að þar sé búið að hagræða „inn að beini“. Ég tek Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) sem dæmi en rekstur þeirrar stofnunar hefur þótt til fyrirmyndar árum saman. Forstjóri FSA Tillögur um sparnað í heilbrigðiskerfinu eru ekki nýjar en eru nú teknar upp aftur vegna bankahrunsins. En hvar á að spara? Flestar heilbrigðisstofnanir hafa sparað árum saman. Á nú að seilast í vasa heilbrigðisstarfsmanna? Er hægt að halda áfram að tala um að spara þannig að sparnaðurinn hafi ekki áhrif á þjónustuna? HAGRÆÐING Í HEILBRIGÐISKERFINU var til dæmis gjarnan settur í það verkefni að vera tilsjónarmaður stofnana sem áttu í rekstrarerfiðleikum. Á FSA er búið að sameina legudeildir eins og hægt er, auka vægi göngudeilda, ganga til samninga við heilsugæsluna um staðsetningu heilsugæslulæknis á vakt á sjúkrahúsinu, yfirvinna hefur algjörlega verið skorin niður, vaktaskipulagi hjúkrunarfræðinga verið breytt (til dæmis löngu hætt að greiða yfirvinnu í lok næturvakta) og svona mætti áfram telja. Stjórnendur FSA hafa auk þess reynt að auka sértekjur stofnunarinnar með samningum við heilbrigðisstofnanir í nágrenninu og með samningum við stjórnvöld um fleiri liðskiptaaðgerðir og augnaðgerðir. Það er vandséð hvernig stofnun eins og FSA á að geta skorið meira niður án þess hreinlega að hætta einhverri starfsemi. Hið sama má eflaust segja um flestar aðrar heilbrigðisstofnanir, þar hefur allt verið skorið af sem hægt er. Og nú skal seilst í vasa heilbrigðis­ starfsmanna! Víða er nú verið að semja við þá sem við á um niðurfellingu viðbótarlauna, svo sem fastrar yfirvinnu og akstursgreiðslna. Hjúkrunarfræðingar eru vel flestir eingöngu á taxtalaunum, aðeins stjórnendur í hjúkrun hafa haft viðbótarlaun. Tekjur almennra hjúkrunarfræðinga munu hins vegar víða lækka vegna breytinga á vaktalínum og breytingum á legudeildum yfir í fimm daga deildir eða dagdeildir. Það er afar mikilvægt á tímum eins og nú ríkja að hjúkrunarfræðingar séu samtaka um að verja kjarasamningsbundin laun sín, hvort heldur um þau er fjallað í miðlægum samningi eða stofnanasamningum. Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.