Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200944 Hjúkrunarráð var fyrst stofnað á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og stuttu seinna á Landspítalanum. Í kjölfar sameiningar spítalanna var stofnað nýtt sameinað hjúkrunarráð 27. október 2000. Á þeim tíma var hjúkrunarráð nýtt fyrirbæri en læknaráð hefur lengi verið til. Með nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 var lögfest að á háskóla­ og kennslusjúkrahúsum skuli vera starfandi bæði læknaráð og hjúkrunarráð. Öðrum heilbrigðisstofnunum er frjálst að stofna samsvarandi ráð. Í ráðinu á Landspítala eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem hafa starfað að minnsta kosti sex mánuði á sjúkrahúsinu. Á aðalfundi er kosin stjórn sem í sitja fulltrúar frá öllum sviðum auk formanns, varaformanns og ritara sem eru kosnir sérstaklega. Frá því í október sl. eru þessir þessir fulltrúar þær Bylgja Kærne­ sted, Þórgunnur Hjaltadóttir og Sigríður Zoëga. Ritstjóri hitti þær og spurðist fyrir um starfsemi ráðsins. Bylgja Kærnested er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild 14E og var kjörin formaður hjúkrunarráðs Landspítala á síðasta aðalfundi þess. Álfheiður Árnadóttir lét þá af störfum en hún hafði gegnt formennskunni í tvö ár. Þórgunnur Hjaltadóttir varaformaður er verkefnastjóri mannauðs­ og gæðamála „Ráðið hefur komið fram með sjónarmið hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í starfi spítalans,“ segja talsmenn hjúkrunarráðs, frá vinstri: Sigríður Zoëga, Bylgja Kærnested og Þórgunnur Hjaltadóttir. á lyflækningasviði I. Hún tekur við af Sigrúnu Lind Egilsdóttur. Sigríður Zoëga, hjúkrunarfræðingur á þvagfæraskurðdeild 13D, var kjörin ritari í stað Brynju Ingadóttur. Bylgja Kærnested segir að hlut verk hjúkrunarráðs sé að vera fag legur ráð­ gefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður Land spítala og stjórnendur hans, bæði varðandi fagleg málefni hjúkrunarfræð inga og ljós mæðra og rekstur, upp byggingu og nýtingu sjúkra­ hússins. Ráðið getur veitt ráðgjöf að eigin frumkvæði eða sem svar við beiðni frá stjórn spítalans. Í reglum hjúkrunarráðs kemur fram að það á að hvetja til þess að hjúkrun á LSH sé byggð á gagnreyndri þekkingu þar sem markmiðið er að veita árangursríka hjúkrun. Ráðið á einnig að taka þátt í þróunarvinnu innan sjúkrahússins, meðal annars með því að hvetja til klínískra rannsókna í hjúkrun og góðra tengsla við menntastofnanir í heilbrigðisfræðum. Hjúkrunarráð er mikilvægur vettvangur þangað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala geta leitað með fagleg málefni. Ráðið er ekki fulltrúi einstaklinga heldur er það málsvari hópsins og vettvangur fyrir umræðu. MIKILVÆG RÖDD HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á LANDSPÍTALA Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Fræðslunefnd er mikilvægur hluti af hjúkrunarráði en í henni sitja níu hjúkrunar­ fræðingar. Formaður hennar er Dóróthea Bergs. Nefndin stendur fyrir vikulegri fræðslu sem margir hjúkrunarfræðingar sækja og einnig um hina árlegu viku hjúkrunar sem er í tengslum við alþjóðlegan dag hjúkrunar 12. maí. Áherslan í ár verður á ferliþjónustu hjúkrunar, gæði í þjónustu við almenning, hjúkrunarfræðingar leiða nýjungar.Hjúkrunarfræðingar á dag og göngudeildum hafa sérstaklega verið hvattir til að kynna sína þjónustu. Auk fræðslunefndar hjúkrunarráðs er einnig starfandi kjörnefnd sem annast undirbúning og framkvæmd kosninga í stjórn hjúkrunarráðs og í nefndir ráðsins. Innan ráðsins starfar einnig stöðunefnd og er það hlutverk hennar að fjalla um umsóknir varðandi hjúkrunardeildarstjóra, yfirljósmóður og klínískra sérfræðinga í hjúkrun að beiðni framkvæmdarstjóra hjúkrunar. Nefndin sker úr um hvort umsækjendur eru hæfir en sviðsstjórar taka ákvörðun um ráðningu. Bylgja heldur að hlutverk hjúkrunarráðs verði enn mikilvægara í framtíðinni. Með breytingu á skipuriti spítalans , verður hjúkrunarforstjóri faglegur yfirmaður hjúkrunar en rekstrarleg ábyrgð verður Miklar breytingar eru í vændum á Land spítala. Nýtt sviðsskipulag tekur gildi í júní og starf semi spítalans mun eflaust breytast vegna hagræðingar í heil brigðiskerfinu. Einn þeirra aðila, sem láta sig málið varða, er hjúkrunar ­ ráð Land spítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.