Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200952 til upplýstrar ákvarðanatöku (Anderson og Funnell, 2000; Sigurdardottir og Jonsdottir, 2008). Anderson og Funnell (2000) leggja áherslu á að þó að kennsla og umönnun sé veitt eftir hugmyndafræði sjálfseflingar verði heilbrigðisstarfsfólk að veita sömu upplýsingar og áður, til dæmis um tengsl fylgikvilla og blóðsykurstjórnunar. Fræðimennirnir Paterson (2001) og Coates (1999) telja að umönnun, sem byggð er á kenningum um sjálfseflingu, sé heppileg hjá fólki með langvinnan sjúkdóm eins og sykursýki en aðrir hafa sýnt fram á að erfitt geti reynst að taka upp starfshætti sem byggðir eru á hugmyndum sjálfseflingar í vestrænum heilbrigðiskerfum (Adolfsson o.fl., 2004). Fólki með sykursýki er ætlað í samvinnu við fagfólk að sjá um meðferðina við sjúkdómnum þar sem hinn sykursjúki ber meginþungann af daglegri umönnun. SJÁLFSUMöNNUN Í SyKURSýKI Eðli sykursýki er slíkt að sjálfsumönnunar er þörf. Fólk þarf að taka tillit til sjúkdómsins í daglega lífinu, til dæmis með því að samræma mataræði, hreyfingu og insúlíngjöf og slíkt krefst aftur þekkingar á sykursýkinni og sjálfsþekkingar og hæfni til að taka mið af umhverfi og aðstæðum (Hanas, 1998; Mensing o.fl., 2006). Klínískar leiðbeiningar og rannsóknir meðal fólks með sykursýki staðfesta að sjálfsumönnun taki til ákveðinna hegðunarlegra þátta sem og persónubundinna þátta (Funnell o.fl., 2008; IDF, 2006; Mensing o.fl., 2006). Til að gefa betri mynd af því hve flókin sjálfsumönnun er og um leið að skoða þætti, sem áhrif hafa á sjálfsumönnun, var sjálfsumönnun í sykursýki skipt upp í svið sjálfsumönnunar og persónubundna þætti eftir ýtarlega greiningu á lesefni, sjá mynd 1. Svið sjálfsumönnunar tengjast hegðun og hæfni en þau eru: a) aðlögun næringar að daglegum þörfum (mataræði), b) mæling á blóðsykri, c) rétt lyfjameðferð, d) hreyfing (Hanas, 1998; Mensing o.fl., 2006; Mulcahy o.fl., 2003). Rannsóknir staðfesta að persónubundnir þættir, sem allir eru samtvinnaðir, hafa áhrif á sjálfsumönnun á hinum fjórum sviðum sjálfsumönnunar, en persónubundnu þættirnir eru: a) þekking á sykursýkinni, b) líkamleg færni og umhirða, c) streita. Fyrst verður fjallað um svið sjálfsumönnunar. Mataræði Aðlögun næringar að daglegum þörfum er hornsteinn sjálfsumönnunar í sykursýki. Þar er markmiðið að halda viðunandi þyngd og ná góðri stjórn á blóðsykri ásamt blóðfitu (Choudhary, 2004). Nú til dags er ekki talað um sérstakt fæði fyrir fólk með sykursýki, það á að fylgja manneldismarkmiðum, en æskilegt er að neyslu kolvetna sé dreift yfir daginn og neyslu mettaðrar fitu sé haldið í lágmarki. Meira frjálsræði er einnig í neyslu sykurs sem má þó ekki fara yfir 10% af orkuþörf (Choudhary, 2004; Kunar, 2002; Ulchaker, 2003). Klínískar leiðbeiningar gera ráð fyrir að hver einstaklingur með sykursýki fái leiðbeiningar frá næringarfræðingi til að aðlaga fæðuval og venjur að eðlilegum markmiðum um góðar matarvenjur (IDF, 2006; Mensing o.fl., 2006). Mæling á blóðsykri Markmið blóðsykurmælinga er að fá upplýsingar um blóðsykur á mismunandi tímum til að auðvelda fólki með sykursýki að taka upplýsta ákvörðun um fæðuval, hreyfingu og aðlögun insúlínsmagns að blóðsykri og lífsháttum. Blóðsykurmælingar hafa sannað gildi sitt fyrir fólk með sykursýki af tegund 1 (DCCT, 1993) og fólki með sykursýki af tegund 2, sem notar margar insúlínsprautur á dag, er ráðlagt að nota slíkar mælingar (IDF, 2006). Í leiðbeiningum frá Alþjóðasykursýkissambandinu er mælt með að blóðsykurmælingar séu tiltækar öllum sem nýlega hafa greinst með sykursýki af tegund 2 og öllum sem nota insúlín. Annars er mælt með blóðsykurmælingum meðal fólks með sykursýki af tegund 2 við veikindi eða við breytingar á lífsstíl (IDF, 2006). Rannsóknir, sem hafa snúist um árangur af blóðsykurmælingum meðal fólks sem ekki notar insúlín, sýna misvísandi niðurstöður. Welschen og félagar (2005) greindu sex meðferðarrannsóknir sem snerust um áhrif blóðsykurmælinga meðal fólks með sykursýki af tegund 2 sem ekki notaði insúlín. Welschen og félagar sýndu fram á að langtímablóðsykursgildið lækkaði um 0,39% og var það álitið hafa klíníska þýðingu. Fremantle­rannsóknin leiddi í ljós allt aðrar niðurstöður. Rannsóknin tók til 1286 einstaklinga með sykursýki af tegund 2. Niðurstöðurnar voru að ekki var hægt að sýna fram á árangur af blóðsykurmælingum ef horft var á langtímablóðsykursgildið. Hvorki blóðsykurmælingar né tíðni þeirra hafði áhrif á langtímablóðsykursgildið (Davis o.fl., 2006). Ráðleggingar IDF (2006) um blóðsykurmælingar miðast við að ef fólk notar margar insúlínsprautur á dag eigi að framkvæma blóðsykurmælingar þrisvar eða oftar á dag. En litlar sannanir eru fyrir gagnsemi blóðsykurmælinga meðal þeirra sem sprauta sig með insúlíni einu sinni á dag, nota blóðsykurlækkandi töflur eða haga mataræði til að hafa áhrif á sykursýkina (Davis o.fl., 2006). Klínískar leiðbeiningar frá landlæknisembættinu taka mið af þessum ráðleggingum (Arna Guðmundsdóttir, 2004). Rétt lyfjameðferð Sykursýki einkennist af háum blóðsykri sem meðhöndlaður er með lyfjum þegar lífsstílsbreytingar hjá fólki með sykursýki af tegund 2 nægja ekki til að ná blóðsykri í eðlilegt horf (IDF, 2006). Nú til dags eru nægar sannanir til fyrir því að það að fylgja ráðlagðri lyfjameðferð er gagnlegt bæði fyrir fólk með sykursýki af tegund 1 (DCCT, 1993; EDIC study group, 2003) og tegund 2 (UKPDS, 1998). Rannsóknir, sem hafa beinst að því hvort fólk fer eftir ráðlagðri lyfjameðferð, sýna flestar að svo er (Toljamo og Hentinen, 2001; Toobert o.fl., 2000; Weinger o.fl., 2005). Rannsókn Sarkar og félaga (2006) sýndi að 64% af úrtakinu (n = 408) sagðist ekki hafa misst úr neina lyfjagjöf síðustu 7 daga og flestir (n = 554) í rannsókn Weinger o.fl. (2005) töldu sig fylgja leiðbeiningum um lyfjainntöku mjög vel. Hreyfing Hreyfing er mikilvægur hluti af sjálfsumönnun í tengslum við sykursýkina. Sífellt koma fleiri staðfestingar á gagnlegum áhrifum hreyfingar til að auka almennt heilbrigði, hafa hemil á þyngd og bæta blóðsykurstjórn og blóðfitu hjá fólki með sykursýki (Shaw o.fl., 2007; Thomas o.fl., 2007). Klínískar leiðbeiningar gera ráð fyrir að frætt sé um hvers vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.