Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 6

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 6
launaafhendinguna um leið og við óskum henni - og raunar öllum þýð- endum - til hamingju með þessa viðurkenningu. Eins og menn sjá er þeir fletta þessu hefti er það að allstórum hluta helgað Georgíu og georgískum bókmenntum. Tildrög þess eru þau að í ársbyrjun 1993 kom hingað til lands georgískur maður, Grigol Matsja- variani, ásamt konu sinni Irmu og dvöldu þau hér fram á vor það ár. Grigol hafði unnið það einstaka afrek að læra íslensku af sjálfsdáðum, nánast án annarra hjálpartækja en þeirra er felast í orðabókum og til- fallandi textum. Hann gerði reyndar fyrst vart við sig hér í bréfi til Morg- unblaðsins sem vakti mikla athygli og leiddi til þess að forsætisráðherra, Davíð Oddson, sýndi þann skörungsskap að bjóða þeim hjónum til ís- lands. Reyndar kom í ljós þegar Grigol kom til landsins að málfæri hans var mjög fornlegt og var þar vísast um að kenna skorti á lesefni á nútíma- íslensku í Georgíu; ekki dró það úr afreki hans því íslenskunám reynist mörgum útlendingnum ærið þungt í skauti þótt lionum bjóðist hvoru- tveggja, lifandi kennari og sérhönnuð kennslugögn. Grigol kynntist mörgum þann tíma sem hann dvaldi hérlendis; þar á meðal var Pjetur Hafstein Lárusson en þeir félagar tókust á hendur að þýða saman ýmsa georgíska texta. Ein af þessum þýðingum Píslarvætti hinnar heilögu Sjúsjaníkar drottningar birtist á bók hjá bókaútgáfunni Fjölva árið 1996; önnur - stutt smásaga sem nefndist Dæmd reykjarpípa - birtist í Morgunblaðinu. En þeir kumpánar þýddu nokkrar smásögur í viðbót og birtast tvær af þeim í þessu hefti. Auk þess þýddi Grigol nokk- ur rit úr íslensku á georgísku, þar á meðal ævisögu Jóns Arasonar eftir Þórhall Guttormsson og að minnsta kosti tvær stuttar íslendingasögur - Gunnlaugs sögu ormstungu og Grænlendingasögu. Þessi rit voru gefin út í Georgíu árið 1997. Sá sorglegi atburður varð svo í mars 1996 að Grigol Matsjavariani fórst í bílslysi í heimaborg sinni, Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Það var mikið áfall fyrir nýhafin menningartengsl íslands og Georgíu. Það er þó hugg- un harmi gegn að ekkja Grigols, Irma Matsjavariani, sneri aftur til ís- lands; hún býr núna hér ásamt dóttur þeirra Grigols og báðar hafa lært ágæta íslensku. Okkur er mikil ánægja að því að birta í þessu hefti stutta grein eftir Irmu og tvær þýddar smásögur. Þá er í heftinu smásaga þýdd af Friðriki Þórðarsyni prófessor í Osló, einum helsta Kákasusfræðingi Vesturlanda. Að öðrum ólöstuðum er fengur að hinu safaríka og ramm- íslenska tungutaki. Til gamans kemur hér ofurlítil getraun fyrir lesend- ur: Hvaða fyrirbrigði ætli það séu sem Friðrik nefnir oft: Tvílýsi, Kart- veli, ermsku? Annað efni í þessu hefti kemur úr ýmsum áttum, frá Lettlandi, Suð- 4 á .33œý/ájá — Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.