Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 6

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 6
launaafhendinguna um leið og við óskum henni - og raunar öllum þýð- endum - til hamingju með þessa viðurkenningu. Eins og menn sjá er þeir fletta þessu hefti er það að allstórum hluta helgað Georgíu og georgískum bókmenntum. Tildrög þess eru þau að í ársbyrjun 1993 kom hingað til lands georgískur maður, Grigol Matsja- variani, ásamt konu sinni Irmu og dvöldu þau hér fram á vor það ár. Grigol hafði unnið það einstaka afrek að læra íslensku af sjálfsdáðum, nánast án annarra hjálpartækja en þeirra er felast í orðabókum og til- fallandi textum. Hann gerði reyndar fyrst vart við sig hér í bréfi til Morg- unblaðsins sem vakti mikla athygli og leiddi til þess að forsætisráðherra, Davíð Oddson, sýndi þann skörungsskap að bjóða þeim hjónum til ís- lands. Reyndar kom í ljós þegar Grigol kom til landsins að málfæri hans var mjög fornlegt og var þar vísast um að kenna skorti á lesefni á nútíma- íslensku í Georgíu; ekki dró það úr afreki hans því íslenskunám reynist mörgum útlendingnum ærið þungt í skauti þótt lionum bjóðist hvoru- tveggja, lifandi kennari og sérhönnuð kennslugögn. Grigol kynntist mörgum þann tíma sem hann dvaldi hérlendis; þar á meðal var Pjetur Hafstein Lárusson en þeir félagar tókust á hendur að þýða saman ýmsa georgíska texta. Ein af þessum þýðingum Píslarvætti hinnar heilögu Sjúsjaníkar drottningar birtist á bók hjá bókaútgáfunni Fjölva árið 1996; önnur - stutt smásaga sem nefndist Dæmd reykjarpípa - birtist í Morgunblaðinu. En þeir kumpánar þýddu nokkrar smásögur í viðbót og birtast tvær af þeim í þessu hefti. Auk þess þýddi Grigol nokk- ur rit úr íslensku á georgísku, þar á meðal ævisögu Jóns Arasonar eftir Þórhall Guttormsson og að minnsta kosti tvær stuttar íslendingasögur - Gunnlaugs sögu ormstungu og Grænlendingasögu. Þessi rit voru gefin út í Georgíu árið 1997. Sá sorglegi atburður varð svo í mars 1996 að Grigol Matsjavariani fórst í bílslysi í heimaborg sinni, Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Það var mikið áfall fyrir nýhafin menningartengsl íslands og Georgíu. Það er þó hugg- un harmi gegn að ekkja Grigols, Irma Matsjavariani, sneri aftur til ís- lands; hún býr núna hér ásamt dóttur þeirra Grigols og báðar hafa lært ágæta íslensku. Okkur er mikil ánægja að því að birta í þessu hefti stutta grein eftir Irmu og tvær þýddar smásögur. Þá er í heftinu smásaga þýdd af Friðriki Þórðarsyni prófessor í Osló, einum helsta Kákasusfræðingi Vesturlanda. Að öðrum ólöstuðum er fengur að hinu safaríka og ramm- íslenska tungutaki. Til gamans kemur hér ofurlítil getraun fyrir lesend- ur: Hvaða fyrirbrigði ætli það séu sem Friðrik nefnir oft: Tvílýsi, Kart- veli, ermsku? Annað efni í þessu hefti kemur úr ýmsum áttum, frá Lettlandi, Suð- 4 á .33œý/ájá — Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.