Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 19

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 19
Steinn Satans höfðu á brott með sér tuttugu ær. Það er sagt að úlfshvolpurinn væri þeirra á meðal.“ Og enn var sagt: „í morgun í afturelding var brotist inn hjá ekkju Kaisjaúrís og aleigunni stolið. Hér er einsætt að úlfshvolpur- inn hefur verið að verki.“ Bændur kærðu þetta oftsinnis fyrir mér: „Þeir eru að koma okkur á vonarvöl þessir fantar, göfugi herra, þeir skilja okkur ekkert eftir, hvorki hænu, hest né kú. Við lendum á verðgangi, það viti guð, okkur eru allar bjargir bannaðar." „Við vitum hverjir þetta eru,“ bætti annar við lágri röddu, „við vitum það að vísu, en hvað eigum við til ráðs að taka, fyrst við höfum hvergi getað staðið þá að verki né tekið þá höndum?" „Þetta er ekkert leyndarmál, göfugi herra, það er á allra vitorði, en samt þorir enginn að æmta né skræmta. Allir eru hræddir, en úlfshvolp- urinn hefur ekki beyg af neinum, og myndi aldrei fyrirgefa okkur ef við tækjum hann höndurn." Úlfshvolpurvar Data nágranni minn kallaður. Hann hafði Solo frænda sinn í liði með sér. Þeir voru báðir enn á unga aldri. Data hafði beyg af engu, hann var öllum hvimleiður, kífsamur, lævís og illkvittinn. Úlfs- hvolpur var hann kallaður af því að hann var áþekkur úlfi bæði að inn- ræti og yfirbragði. Aldrei hafði nokkur maður séð honum stökkva bros né heyrt hann hlæja. Hann gekk ávallt álútur og undir þungum brúnum glitti í svört lymskufull augu. Solo var aftur góðmótlegur piltur, en Data nýtti sér geðleysi hans og gerði hann sér undirgefinn og leiðitaman. Báð- ir uxu þeir upp í augsýn okkar. Þeir gerðu aldrei handarvik, hvorki plægðu né sáðu, og samt lifði ekki margur tiginborinn jarðeigandi betra lífi en þeir. Þeir gyrtu sig silfurbúnum beltum, stundum gengu þeir í uppháum stígvélum, stundum með tatarskar legghlífar, annan daginn með gæruskinnshúfu frá Búhöru á höfðinu, hinn daginn settu þeir upp derhúfu úr kaupstaðnum, og mánaðarlega fengu þeir sér nýjan kjól og dýrar silkikápur. Væru þeir heima í þorpinu, sátu þeir á kránum og drukku og svölluðu liðlangan daginn. Oðru hverju höfðu þeir lírukassa og kvenfólk heim með sér úr kaupstaðnum. Þeir voru í fati og kúpu með tataralýð; aðra lagsmenn áttu þeir ekki. Þorpsbúar voru hamstola af reiði. Þeir gáfu þeim margoft gætur, sátu einatt fyrir þeim, en allt kom fyrir ekki. Úlfshvolpurinn var var um sig og forsjáll á veiðiförum sínum Einhverju sinni stálu þeir einnig kú og tveimur uxum úr girðingu hjá mér. Það var uppi fótur og fit, þjófarnir voru eltir, og sama dag fundust skepnurnar þar sem þær voru bundnar í skógi hálfa aðra mílu frá þorp- inu. Skammt þaðan lágu þeir Data og Solo sofandi. Þeir voru lagðir í á ffflœýr/ilá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 17

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.