Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 22

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 22
Míheíl Dsjavahísjvílí „Bölvaðir sé kampar þínir, sæmd og manndómur, og hægri hönd þín,“ og hann hrækti framan í þá báða. Mannsöfnuðurinn espaðist æ meir. Allir sóttu að illvirkjunum, hræktu framan í þá hver á fætur öðrum og tvítóku orð sín: „Svei manndómi þínum, bölvuð sé hægri hönd þín.“ Gömul kona rak Data löðrung og bjóst til að slíta úr honum augun. Kurrinn í mannþyrpingunni fór sífellt í vöxt. Barefli, prik og tágar og lurkar, voru færð á loft, og mannfjöldinn ruddist áfram. Einhvers staðar heyrðist hrópað: „Bíðið hæg, fyrst skulum við talast við, það liggur ekki á, þeir komast ekki undan okkur hvort sem er.“ Mannfjöldinn lét undan síga. „Jæja, þá byrjum við!“ sagði einn. Og annar hrópaði: „Við berum þá líkið hingað út og tölumst við hjá því.“ „Berum hana hingað út, berum hana út!“ var hrópað einróma úr öll- um áttum. Nokkrir karlmenn gengu inn í húsið. Drápsmennirnir voru leiddir til hliðar, og að baki þeim stóðu nokkrir ungir menn alvopnaðir. Solo var öskugrár og tárin stóðu í augunum, en Data gaut sjónum undan brúnum úlfúðlega og renndi sitt á hvað eins og hann væri að skimast um eftir undankomuleið. Og enn jókst grátur kvennanna. Fjórir karlmenn báru líkið út úr hús- inu. Á eftir þeim komu konurnar. Mannfjöldinn dreifðist og hleypti lík- fylgdinni í gegn. Sótt var ábreiða og breidd á jörðina fyrir fótum þeirra Data og Solos, og líkið lagt þar á. Ein kvennanna lyfti upp líkblæjunni, hneppti frá treyjunni, svo að sárin sáust. Það sló dauðaþögn á mannfjöldann. Karlmennirnir tóku ofan. Annað kastið heyrðust hér og hvar lágar stunur. Allir horfðu á þá Solo og Data. í andliti Data sást engin breyting, hann kom sér hjá því að líta á líkið og sneri sér undan. Aftur á móti starði Solo á lík gömlu kon- unnar. Hann laut höfði og horfði drykklanga stund þrjóskulegur á andlit hennar, stóð grafkyrr starandi augnaráði þvílíkast sem hjartað væri hætt að slá. Síðan tók hann að skjálfa, hann kipraði saman hvarmana, depl- aði augunum, varirnar titruðu, það var sem allan kraft drægi úr líkaman- um; smátt og smátt færði hann sig nær, féll á kné og hné að brjósti líks- ins og stundi kjökrandi: „Vei, vei, móðir mín góð.“ Þessi orð fengu á mannþyrpinguna eins og glóandi kol. „Vei móður þinni, þú ólánsmaður;“ tautaði ein kvennanna. 20 á /Æœy/'-iá — Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.