Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 24

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 24
Míheíl Dsjavahísjvílí að koma honum á kné með valdi, en tókst ekki, Data stóð í móti. Því meir espaðist mannfjöldinn við þrjósku hans og einþykkni. „Lítið á hann, sjáið hvernig hann streitist í móti,“ hrópaði einn og rak honum högg í hnakkann, annar lamdi hann með víðitág, sá þriðji gaf honum utan undir. Gömul kona veittist að augunum. „Hlustið á!“ hrópaði gamall maður hárri raustu. Hávaðann lægði og það hljóðnaði yfir mannþyrpingunni. „Hlustið á!“ kallaði hann í annað skipti, „sleppum við honum lifandi, þá leggur hann allt þorpið í auðn með ránum og gripdeildum." „Hann hefur satt að mæla, hann hefur á réttu að standa, hann leggur þorpið í auðn,“ æpti mannfjöldinn. „Það nær engri átt að láta hann lausan, það kemur ekki til mála,“ hrópuðu aðrir. „Ef þið framseljið hann yfirvöldunum, láta þau hann aftur lausan, og hann mun baka okkur enn meira tjón,“ hélt gamli maðurinn áfram. „Það er satt sem hann segir, það kemur ekki til mála að láta hann laus- an, kemur ekki til nokkurra mála.“ „Við verðum sjálfir að útkljá sakir við hann, við einir.“ Allt í einu ómaði í allri háreystinni og gauraganginum eitt orð hátt og snjallt, eitt einasta orð sem var öllum fremst á tungu, en enginn hafði enn þorað að mæla: „Grýtum!" Og mannfjöldinn hrópaði einum rómi: „Grýtum, grýtum hann!“ Og dómur lýðsins, einfaldur og ógurlegur, brunaði fram eins og straumvatn. Hefndargirnin varð að hamstola heift og keyrði lýðinn spor- um. Móðir Data ráfaði um hugstola, úfin og óttaslegin, og grátbændi hás- um rómi: „Fyrirgefið mér, fyrirgefið mér.“ En hún fekk ekki önnur svör en þetta sama orð: „Grýtum, grýtum hann!“ Nú var komin hreyfing á fólkið, það hafði slegið hring um Data, ná- bleikan og dauðskelkaðan. Sumir steyttu framan í hann hnefana, aðrir ógnuðu honum með bareflum, og enn aðrir otuðu að honum knúum og klóm. Og enn þrumaði sama orðið, „grýtum, grýtum!" og í þessu orði var þvílíkast sem væri dulinn einhver ókunnur og ógnarlegur kraftur. Við það sem ég nú hafði séð, iðrun Solos og þrekleysi, þrjósku Data og ósvífni, harðýðgi hans, þrákelkni og óhlýðni, grimmlyndi og blygð- unarleysi - við allt þetta fylltist hjarta mitt eitri sorgar og heiftrækni. Þessi tilfinning ágerðist í mér smátt og smátt, taugarnar nötruðu, hjart- að barðist í brjósti mér, ég var altekinn reiði og hatri, þvílíkast sem myrkur drægi á hugsanir mínar. Og jafnskjótt og þetta eina orð var hróp- 22 ffi/t, á .!Bœy/-}á - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.