Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 24

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 24
Míheíl Dsjavahísjvílí að koma honum á kné með valdi, en tókst ekki, Data stóð í móti. Því meir espaðist mannfjöldinn við þrjósku hans og einþykkni. „Lítið á hann, sjáið hvernig hann streitist í móti,“ hrópaði einn og rak honum högg í hnakkann, annar lamdi hann með víðitág, sá þriðji gaf honum utan undir. Gömul kona veittist að augunum. „Hlustið á!“ hrópaði gamall maður hárri raustu. Hávaðann lægði og það hljóðnaði yfir mannþyrpingunni. „Hlustið á!“ kallaði hann í annað skipti, „sleppum við honum lifandi, þá leggur hann allt þorpið í auðn með ránum og gripdeildum." „Hann hefur satt að mæla, hann hefur á réttu að standa, hann leggur þorpið í auðn,“ æpti mannfjöldinn. „Það nær engri átt að láta hann lausan, það kemur ekki til mála,“ hrópuðu aðrir. „Ef þið framseljið hann yfirvöldunum, láta þau hann aftur lausan, og hann mun baka okkur enn meira tjón,“ hélt gamli maðurinn áfram. „Það er satt sem hann segir, það kemur ekki til mála að láta hann laus- an, kemur ekki til nokkurra mála.“ „Við verðum sjálfir að útkljá sakir við hann, við einir.“ Allt í einu ómaði í allri háreystinni og gauraganginum eitt orð hátt og snjallt, eitt einasta orð sem var öllum fremst á tungu, en enginn hafði enn þorað að mæla: „Grýtum!" Og mannfjöldinn hrópaði einum rómi: „Grýtum, grýtum hann!“ Og dómur lýðsins, einfaldur og ógurlegur, brunaði fram eins og straumvatn. Hefndargirnin varð að hamstola heift og keyrði lýðinn spor- um. Móðir Data ráfaði um hugstola, úfin og óttaslegin, og grátbændi hás- um rómi: „Fyrirgefið mér, fyrirgefið mér.“ En hún fekk ekki önnur svör en þetta sama orð: „Grýtum, grýtum hann!“ Nú var komin hreyfing á fólkið, það hafði slegið hring um Data, ná- bleikan og dauðskelkaðan. Sumir steyttu framan í hann hnefana, aðrir ógnuðu honum með bareflum, og enn aðrir otuðu að honum knúum og klóm. Og enn þrumaði sama orðið, „grýtum, grýtum!" og í þessu orði var þvílíkast sem væri dulinn einhver ókunnur og ógnarlegur kraftur. Við það sem ég nú hafði séð, iðrun Solos og þrekleysi, þrjósku Data og ósvífni, harðýðgi hans, þrákelkni og óhlýðni, grimmlyndi og blygð- unarleysi - við allt þetta fylltist hjarta mitt eitri sorgar og heiftrækni. Þessi tilfinning ágerðist í mér smátt og smátt, taugarnar nötruðu, hjart- að barðist í brjósti mér, ég var altekinn reiði og hatri, þvílíkast sem myrkur drægi á hugsanir mínar. Og jafnskjótt og þetta eina orð var hróp- 22 ffi/t, á .!Bœy/-}á - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.