Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 25
Steinn Satans
að, dómurinn sem alþýðan hafði kveðið upp af heift og beiskju, þá
hvarf mér allur ótti, mér varð innanbrjósts sem heyrði ég með velþókn-
un hvíslað að mér: „Þetta eru makleg málagjöld, honum er þetta mátu-
legt.“
Og eftir því sem mannfjöldinn espaðist, og ég heyrði máttug heiftar-
ópin og hreifst með af ómálga illúð og hefndargirni, þá fann ég að mér
var nauðugur einn kostur að fara að sem alþýðan bauð, ég var horfinn í
hringiðu fólksins, vilji sjálfs mín mátti sín einskis framar né heldur
mannúð, skynsemi og sjálfstæð hugsun.
Eg skotraði augunum til Sopío, fingurnir voru á iði og tifi, vöðvarnir
titruðu í andlitinu, og hún horfði nábleik á Data. Ég þóttist vita að hún
hefði látið undan þessu sama ósýnilega afli og heillast af ópum lýðsins,
að þetta eina orð „grýturn!" hefði einnig villt henni sjónir, henni þætti á
þessari stundu sem þessi harði dómur væri æðri réttvísi, hún myndi
ekki framar tálma framkvæmd hans, né gæti héðan af efnt loforð sitt og
borgið syni gömlu konunnar.
Mannfjöldinn varð æ æstari, hver eggjaði annan og hvatti, og allir
biðu þess hver kastaði fýrsta steininum. Data riðaði á beinunum, hann
reyndi að skjóta sér undan, en honum var haldið í járngreipum. Eftir
skamma stund tókst honum samt að losna, hann sleit sig lausan úr
höndum tveggja unglinga og hljóp inn í mannþyrpinguna.
En nú kastaði tólfunum. Hann hafði sjálfur gert mannfjöldanum
bending, og feigum varð ekki framar forðað.
„Haldið honum, takið hann!“ kvað við úr öllum áttum. „Hafið gát á
ykkur, hann er flúinn. Varið ykkur!“
Honum var veitt eftirför, og hann var fljótt tekinn höndum. Einhver
kallaði:
„Farið með hann niður á árbakka, niður á árbakka með hann!“
Og mannfjöldinn tók undir: „Niður á árbakka!“
Árbakkinn var skammt í burtu. Mannþyrpingin var óðara komin á
stað, hver rak annan með hrindingum og keyrishöggum. Nokkrir menn
voru á hlaupum í kring með hrópum og köllum: „Nú skal móðir hans
gráta! Nú má enginn snúa við né svíkjast undan, ellegar ..."
Sopío var horfin mér sýnum. Ég barst einnig í uppnáminu niður á ár-
bakkann. Data var rekinn áfram með höfuðhöggum, hann beit og spark-
aði, braust um með höfði, höndum og fótum, öskraði og rumdi, en eng-
inn lagði framar hlustir við hljóðunum.
Á undan öllum hlupu konurnar. Árbakkinn var því líkastur ásýndar
sem væri hann alsettur maurum. Síðan tvístraðist mannsafnaðurinn og
allir fóru að leita sér að steinum.
á .ffiœpÁyá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
23