Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 29
Ilja Tsjavtsjavadze
í gálganum
i
Það var hásumar. Dalimir og fjallgarðurinn voru skrælnaðir af þurrki og
höfðu brugðið lit. Þann dag er við byrjum á sögunni, brenndi sólin land-
ið, svo það var glóðheitt líkt og kyntur ofn. Lómagna af hitanum drógu
menn andann við illan leik. Tvíhjólavagnarnir stóðu í röð við Lotsjinigil.
Svo mjög hafði sjatnað í ánni í gilinu vegna þurrkanna að hún læddist
milli steinanna á gilsbotninum. Vesælu vagneklamir, sem voru á leið til
borgarinnar til að selja þar vín, lágu undir vögnunum örmagna af hitan-
um og sneru andliti sínu til jarðar. Allir sváfu þeir en nokkrir strákar
stóðu við árbakkann og helltu vatni úr tréausum á griðunga, sem lágu í
leti og glenntu upp ginin. Fáein naut stóðu þarna jórtrandi með lokuð
augu. Þau slógu til halanum til að fæla burt flugur.
Sólin hélt til vesturs. Molluheitt loftið bærði á sér. Og þessi þögli stað-
ur lét til sín heyra. Smám saman risu vagneklamir á fætur og hristu af
sér deyfðina. Þeir helltu vatni á andlit sér og ráku eykin til að binda á
þau klafana. Dýrin höfðu farið út dalinn að bíta þurrt gras eftir að hitinn
frammi í dalnum varð þeim óbærilegur.
„Hei, ho-o-o, hí-hoj“, heyrðist frá vögnunum, „landeyðurnar ykkar“
og ýmislegt þaðan af verra. Þegar klafarnir höfðu verið settir á griðung-
ana og sá vagneklanna, sem sat á fremsta vagninum, reiddi upp svipuna
til að mjaka dráttardýrinu úr stað, komu tveir piltar niður gilið. Báðir
klæddust þeir hermannajökkum úr vaðmáli. Annar þeirra bar stóran
Tsérkesahatt á höfði sér. Hatturinn sat þannig á höfði piltsins, að augljóst
var, að hann var annars eign. Hinn drengurinn bar gamaldags rússneska
hermannahúfu.
Sá með Tsérkesahattinn virtist vera 16 til 17 ára að aldri, hinn aðeins
14 eða 15 ára. Andlit þess eldra var ekki viðkunnanlegt; grönn hakan,
þreytuleg en þó snör og deplandi augun bentu til þess, að pilturinn sá
væri ekki allur þar sem hann var séður. Yngri staulinn líktist þeim eldri
á Jffiayáá- — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
27