Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 31
í gálganum
Gamli maðurinn opnaði matarskrín, færði bræðrunum brauð og
skenkti þeim vín úr belg.
„Jæja Petre,“ ávarpaði gamli maðurinn sjálfan sig. „Jafnvel hvolpar
svelta ekki í hel í okkar blessaða landi, svo hverju kvíðið þið? Svona nú,
borðið, synir mínir. Takið ekki þetta þurra brauð til marks um að við
séum nískir. í nótt munum við gefa ykkur steikt kindakjöt, svo ljúffengt
að sjálfur Tyrkjasoldán mundi sleikja út um byðist honum slíkt ljúf-
meti.“
Petre tók báða drengina upp í vagninn til sín. Að því búnu var kallað
til brottfarar og vagnalestin hélt af stað. Rykið þyrlaðist yfir þurran veg-
inn.
Þegar dró að matmálstíma þá um kvöldið, slepptu vagneklarnir naut-
unum í haga nærri útjaðri borgarinnar. Komust þeir þannig undan
nautaskatti. Þeir tóku bretti af vögnunum og kyntu bál. Petre steikti
kindakjöt handa hinum ungu gestum og veitti þeim aðrar góðgjörðir
sem hann mátti. Að loknum snæðingi lögðust menn þreyttir til hvílu og
sofnuðu von bráðar. Griðungarnir tvístruðust um beitilandið, en verðir
gættu þeirra. Petre breiddi kápu sína þar sem piltarnir skyldu leggjast
og sagði:
„Þið eruð göfugir menn og afberið því ekki að liggja á jörðinni eins og
við.“ Sveinarnir lögðust fyrir og Petre nærri þeim. Hann leið útaf sem
dauður væri.
Það bjarmaði af degi. Vagneklarnir risu á fætur. Petre hugðist vekja
bræðurna, en sá þá hvergi, eins þótt hann renndi augum yfir alla vagn-
ana.
„Fjandakornið!" hrópaði gamli maðurinn, þegar hann hafði fullvissað
sig um, að yngissveinarnir höfðu laumast á braut. „Þeir skulu eiga mig á
fæti. Læðast burt, ekki nema það þó“, tuldraði hann í barm sér. „Ein-
hverju hljóta þeir að hafa stolið,“ bætti hann við“.
Petre, sem fór til borgarinnar til að selja vín, var rændur! En hver
gerði þetta? Brjóstmylkingar! Vasarnir skornir af fötunum. Fjandinn
fjarri mér!“
„Hafa þeir stolið miklu?“ spurði einhver.
„Ekki svo miklu, að eigi verði bætt,“ ansaði Petre. „En söm er mín
smán. Ég hef verið rændur af brjóstmylkingum. Nú er ég orðinn að viðr-
ini í augum ættmenna minna og nágranna. Ja, fyrst Georgíumaður setti
upp rússneskan hatt er útséð um samvisku hans.“
Hann lét sem sér þætti lítið til skaðans koma og freistaði þess að slá
þessu öllu upp í grín. En í rauninni skammaðist hann sín.
á /ýíœy/'já — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
29