Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 35
/ gálganum
sér að vesalingnum og hratt honum upp stigann. Að því búnu brá hann
snörunni um háls honum. Múgurinn þagnaði, líkast því sem ekki slægi
lengur hjarta í brjósti nokkurs manns.
Böðullinn spyrnti í stigann og felldi hann. Fólkið hólt niðri í sér and-
anum uns allt var afstaðið. Þá andvarpaði það, líkast því sem það hefði
orðið fyrir smávægilegum óþægindum. En í gálganum sveiflaðist aum-
ingja maðurinn fram og aftur - fram og aftur. Hann sparkaði út í loftið og
sparkaði lengi.
Fólkið, sem skömmu áður hafði staðið á öndinni, tók skjótt gleði sína
og hafði jafnvel í frammi spaugsyrði. Svo yfirgaf þessi skríll torgið og
tvístraðist. Allir hurfu á braut, ánægðir með að hafa orðið vitni að þess-
um tryllta leik. Petre litaðist um. Hann sá enga hermenn utan tvo, sem
stóðu vörð við gálgann. Allir hinir voru farnir. Böðullinn, sá í rauðu
skyrtunni, skipti um föt og hélt sína leið. Eftir hókk vesalingurinn í
gálganum, dauður og hreyfingarlaus. Petre horfði í kringum sig í for-
undran.
„Ja hérna, ljótur var nú leikurinn! Skyldi annars hafa verið skipt á
piltinum og sekknum og sekkurinn svo hreyfður til með vír? Best væri
að dægra í fjósi og sofa almennilega. Skyldi maðurinn í raun og sann-
leika hafa verið hengdur? Nei, fólkið hlyti þá að hafa fellt tár, í það
minnsta smávegis. Pilturinn er þó barn Guðs, en ekki eins og hver ann-
ar köttur."
Illur grunur ásótti Petre. Hann varð að ganga úr skugga um, hvort hér
hefði átt sér stað raunveruleg henging eða aðeins verið um spaug að
ræða. Sannleikurinn yrði að koma í ljós! Hugðist hann ná tali af ein-
hverjum og spyrjast fyrir um málið. Gekk hann að ýmsum, sem á vegi
hans urðu, en hikaði þegar á hólminn var komið.
Petre rölti áfram. Nú var hugurinn bundinn fjósinu í Avlabari. Á ferð
sinni sá hann vertshús. Þaðan barst mikill skarkali.
„Ætti ég að smokra mér inn fyrir?“ hugsaði hann. „Hver veit nema ég
verði einhvers vísari varðandi það, sem gerst hefur? Svo er ekki að vita
nema hér megi fá sér eitthvað að narta í. Ekki veitir mér af, ég hef ekki
bragðað matarbita frá því í rnorgun."
Hann gekk inn í húsið, settist út í horn og pantaði sér hálfa flösku
víns. Nú skyldi slegið upp lítilli veislu, þótt enga hefði hann þar gestina.
Um leið og Petre settist, kom ungur maður inn vertshúsið, fast á hæla
honum. Hann var klæddur í hælsíða skikkju. Hann bað um skriffæri,
beygði sig yfir borð og tók til við að skrifa. Petre einblíndi á manninn.
Honum kom andlitið kunnuglega fyrir sjónir. Ungi maðurinn hélt áfram
að skrifa án þess að líta upp. Tíminn leið, en Petre kærði sig kollóttan
á — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
33