Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 37
I gálganum
„Heldurðu að nú sé tími til að telja peninga? Lestu hvað í bréfinu
stendur áður en hjarta mitt springur úr forvitni!"
Sonurinn hóf upp lesturinn:
„Strákurinn, sem hengdur var í dag, var bróðir minn...“
„Hvað þá!“ greip Petre fram í fyrir syni sínum. „Þeir hafa þá í raun og
veru hengt hann!“ Andlit gamla mannsins náfölnaði. „Hvað var það þá,
sem vakti kátínu fólksins? Jæja, lestu, lestu! Ó, að augu mín væru lukt
eilífu myrkri.“
„Hvað segir þú faðir minn?“ spurði sonur hans. „Þú talar eins og þú
værir sturlaður."
„Lestu, ég er með ráði og rænu,“ sagði Petre reiðilega og í mikilli geðs-
hræringu. Hann skalf líkt og hann þjáðist af hitasótt. Sonur hans hugs-
aði sitt en hélt þó áfram lestrinum:
„Faðir okkar var fátækur aðalsmaður. Þegar hann dó giftist móðir okk-
ar öðrum aðalsmanni, sem starfaði í borginni. Hafði hann af okkur arf
okkar, skipti honum fyrir vörur eða seldi fyrir peninga. Eftir sátum við
með sárt enni. Meðan við vorum enn á barnsaldri dvöldum við í sveit,
en móðir okkar og stjúpi höfðust við í borginni. Þegar þau komu á dvalar-
stað okkar húðstrýktu þau okkur, slíkar voru barsmíðarnar. Hungraðir og
klæðlausir reikuðum við um sveitina. Allir gengu í skrokk á okkur,
meira að segja vinnuhjúin, þá sjaldan þau lágu ekki í leti. Ýmsum
vandalausum blöskraði þessi meðferð, án þess þó að hafast að. Þegar við
svo komumst á legg, losaði stjúpi okkar sig við okkur og sendi okkur á
herskóla. Þar var sál okkar eitruð með rússneskum skömmum og for-
mælingum. Auk þess vorum við nær dauða en lífi undan barsmíðum,
jafnt að nóttu sem degi.
Þetta var meira en við þoldum. Strukum við því í skjóli myrkurs.
Héldum við heim í sveit okkar. Þar komum við okkur fyrir í gömlu húsi.
En liðléttingar spörkuðu okkur þaðan út. Þannig hröktumst við á ver-
gang, brauðlausir, heimilislausir, örvinglaðir og einmana. Engum virtist
sárna hrakfarir okkar. Við vorum öllum framandi. Fólk taldi okkur að-
eins þvælast íyrir sér. Héldum við nú til borgarinnar, harðskeyttir menn
og illgjarnir. Við hötuðumst út í lífið sjálft og einkum þó stjúpa okkar. Og
við fjandsköpuðumst jafnt við góða menn sem vonda. Var móðir okkar
ekki undanskilin í þeim efnum.
Öllum mátti ljóst vera, að við höfðum verið rændir föðurarfi okkar.
En hverjum stóð ekki á sama um það? Menn vildu hvorki veita okkur
lið né vægð. Sú synd hvílir jafnt á öllum. Það var ekki aðeins stjúpfað-
ir okkar, sem rændi okkur, heldur allir, þú ekki síður en aðrir. Ég á ykk-
ur öllum grátt að gjalda og fyrir því skuluð þið finna meðan ég lifi. Öll
á JÍ3egýr/áá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
35