Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 41

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 41
Óskatréð „Ja, hvaðan kemur þér slíkt tal, vesæll maður? Þú og þínir líkar verð- skuldið ekki að komast að Vesjalind!" Og djákninn blíndi óvildaraugum á Elíoz. Hann var í senn móðgaður og undrandi á manninum. Það krafð- ist furðulegs samblands af grófleika og fávísi að hafna lind ódauðleikans, sem hann í þokkabót hafði sjálfur uppgötvað. En djákninn hafði erfiðað til einskis. „Hann er fátækur maður, hann Elíoz. Hann er slíkur vesalingur, að hungraðir hundar hafa ekki hjarta í sér til að ræna frá honum bita,“ höfðu grannarnir gjarnan á orði. Samt stóð stöðug veisla fyrir framan kofa þessa jarðlausa og bjargarsnauða manns. En það var ekki hans veisla, heldur veisla grænna flugna. Fátækt, hungur og basl. Því skyldi Elíoz kjósa viðurstyggilegri fátækt sinni eilífðina sjálfa? Elíoz var hjartahlýr maður og brennheitur draumóramaður. Miskunnar- leysi tilverunnar hafði ekki megnað að slökkva hvern vonarneista í sálu hans. Og hann varðist veruleikanum, sem sótti að honum eins og kló- hvasst rándýr, stundum í undarlegum draumum, sem virtust líkt og ort- ir upp úr sjálfum sér. Um tíma leitaði hann hænu, sem hann trúði að verpti gulleggjum í til- teknu kjarri. Þegar sú leit bar ekki árangur, barði hann höfðinu við stein- inn. Nú reyndi hann að veiða óskafisk. Daginn út og daginn inn stóð hann úti í Ijoriá. Og sá lét nú hendur standa fram úr ermum. Hann leit- aði þrotlaust, jós vatni í allar áttir, iagði net og reyndi meira að segja að klófesta fiskinn berum höndum. En allt kom fýrir ekki; óskafiskinn lán- aðist Elíozi ekki að veiða. En hann var ekki af baki dottinn. Nú einsetti hann sér að finna óska- tré. Ef honum auðnaðist að eta ávöxt af greinum þess, kæmist hann sam- stundis í álnir. Það var bjargföst sannfæring Elíozar, að ef hann hafnaði í skógi í níst- ingsfrosti miðrar janúarnætur, mundi hann sjá fagurlega blómstrandi óskatré. Engin önnur fegurð komst í samjöfnuð við slíka sjón. Kæmist hann yfir þó ekki væri nema einn ávöxt trésins, rétt til að berja hann aug- um, mundi fátæktin hverfa veg allrar veraldar í skjótri svipan. Enn þann dag í dag veit ég ekki, hver taldi honum trú um þetta, né heldur hitt, hver eggjaði hann fararinnar, ef þá nokkur. Aðeins skal frá því greint, að á janúarnóttum, þegar himinninn virtist ætla að bresta sökum helj- arkulda, reikaði hinn tötrum vafni Elíoz aleinn um skóginn í þeirri von, að við sólarupprás mundu augu hans líta óskatréð. „Óttast þú hvorki bjarndýr né úlfa, þegar þú ráfar vopnlaus um skóg- inn?“ spurði fólkið. Nei, í augum Elíozar blómstraði óskatréð í rauðum og gulum litum. á óföœp/já — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 39

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.