Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 57

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 57
Saga frá Venesúela Maöurinn, tígurinn, máninn Maðurinn fór að sækja vatn í ána. Þegar hann kom heim sá hann tígur- inn sem hafði ruðst inn til hans og sat á miðju gólfi. Maðurinn hugðist verja sig og stökk til - þangað sem hann geymdi vopn sín; hann þreifaði eftir spjótinu. Tígurinn fór að hlæja: - Veistu það, Pemon, ég er enginn kjáni. Þú ætlaðir að grípa til vopna, en ég er búinn að eyðileggja þau. Maðurinn sá nú að tígurinn sat á öxinni og spjótinu, þau var hann bú- inn að mölva. - Ég er kominn, hélt tígurinn áfram, til að sýna þér að ég er máttugri en þú. Dýrið reis nú á fætur, en lét manninn koma með sér. Þeir héldu inn í runnana þar skammt frá og höfðu hægt um sig. Eftir dálitla stund heyrðu þeir vængjaslátt og sáu páhænu koma fljúg- andi og setjast hátt í tré. Tígurinn klifraði hljóðlega upp í tréð, greip um hálsinn á hænunni og kom með hana til mannsins. - Getur þú þetta? spurði hann. - Bogalaus og án þess að hafa blástursrör get ég það ekki, sagði mað- urinn. Þeir héldu nú kyrru fyrir, en eftir dálitla stund heyrðu þeir mikinn fyrirgang. Tapír kom arkandi fram úr skugganum. Tígurinn stökk í loft upp og skellti sér á tapírinn, hálsbraut hann ofur léttilega og dró inn í runnann. - Getur þú drepið tapír eins og ég drap þennan? spurði hann manninn. - Nei, sagði maðurinn, vopnlaus get ég það ekki. Þeir héldu svo niður að ánni. Tígurinn fór nú að skella rósbleikri tungunni á vatnið. Fiskarnir urðu forvitnir og komu til að gá, og á réttu augnabliki stakk tígurinn loppunni í vatnið og kom með einn spriklandi. á Æœy/'iá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 55

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.