Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 61

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 61
Lars Saabye Christensen Strange Fruit Eg vaknaði við ýlfrið í kettinum úti á veröndinni. Ég hef aldrei á ævi minni heyrt annað eins væl. Það ætlaði aldrei að hætta. Ég gat ekki ann- að en farið út og athugað hvað væri að. Kisan lá utan í handriðinu. Önn- ur loppan var brotin, eyrað lafði laust og skolturinn var mölbrotinn. Hún gaf frá sér hátt og ömurlegt væl. Ég reyndi að strjúka henni. í staðinn klóraði hún mig með því að beita til þess síðustu kröftum sínum. Svo dróst hún ofan tröppurnar niður í vott grasið. Sólin var að koma upp yfir þöllunum. Geislarnir glitruðu á stráunum. Kötturinn hélt áfram að væla. Ég átti aðeins einn kost. Ég varð að stytta honum aldur. Það var það eina sem hægt var að gera. Ég fór yfir til nágrannans. Hann sat úti á svölunum og var að drekka kaffi. - Ég verð að lóga kettinum mínum, sagði ég. Hann leit á mig. - Jæja, já. Þú ert ekki vanur þesskonar verkum. - Nei. Mér datt í hug að þú ættir byssu. Hann hugsaði sig um stundarkorn og varð hálf vandræðalegur, en svaraði engu. - Það er best ég fari með þér og líti á köttinn. Nú kom konan hans út á pallinn. Hún hélt á hitakönnu og bolla, hún leit á mig og brosti. - Þú ert snemma á fótum. Viltu mjólk út í kaffið? Nágranninn reis á fætur. - Hann hefur engan tíma til að drekka kaffi. Kisan hans er slösuð. - Var það hún sem ýlfraði svo ámátlega áðan? - Hún er ennþá að væla, sagði nágranninn. Hann fór inn í húsið til þess að sækja sér úlpu. Við stóðum eftir á ver- öndinni, konan hans og ég. Veinið í kettinum heyrðist ennþá úr garðin- um. Mér var kalt. Ég var að vona að hann kæmi fljótt út aftur. - Það er sjálfsagt rebbi, sagði hún. Þetta er ekki í fyrsta skipti. á j$ag&/éá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 59

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.