Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 64
Lars Saabye Chrístensen
Hann skimaði í kringum sig og gekk að öðrum steini, leit undir hann,
fann ekkert og hljóp svo að næsta steini og velti honum við, fann held-
ur ekkert þar, og svona hélt hann áfram að lyfta öllum steinunum á
svæðinu.
Loksins kom hann aftur.
- Ég er viss um að ég lét hana hérna, nei annars, bíddu.
Hann horfði upp eftir hlíðinni.
- Kannski var það ofar í brekkunni sem ég faldi hana.
Ég greip í handlegginn á honum.
- Af hverju geymirðu byssuna hérna?
- Til þess að Ester geti ekki fundið hana. Ég sagðist hafa hent henni
í sjóinn. En ég faldi hana hérna.
- Til hvers ertu með skammbyssu hér?
Nágranninn leit á mig.
- Ég er veikur, skilurðu. Ester veit ekkert um það. En ég á ekki langt
eftir.
Hann settist þyngslalega á steininn og fól andlitið í höndum sér.
- Svo ég ætlaði að fara hingað uppeftir. Þegar tíminn væri kominn.
Svo reis hann snöggt á fætur. Hann riðaði og ég varð að styðja hann.
- Segðu ekkert við Ester. Þetta er okkar á milli, Guðs og mín.
Hann hélt áfram upp urðina. Hann velti hverjum steininum á fætur
öðrum. Ég hafði ekki við honum, svo að ég sneri aftur niður að húsinu.
Kötturinn lá ekki lengur í grasinu. Ég leitaði um alla lóðina. Hlustaði en
heyrði ekkert væl lengur. Loksins fann ég kisu bak við eldiviðarstaflann.
Hún lá þar grafkyrr. Bærði ekki á sér. Það var storknað blóð á feldinum.
Ég lagðist á hnén og snerti við henni. Hún var steindauð. Ég velti henni
við og sá stórt, kringlótt sár við eyrað, skotsár, kúlan hafði farið gegnum
hausinn og út hinum megin. Ég heyrði í einhverjum fyrir aftan mig. Það
var Ester, nágrannakonan. Hún brosti og lagði höndina á öxlina á mér.
- Ég varð að gera það. En segðu Einari ekki frá því.
Svo fór hún aftur inn í húsið sitt.
Ég settist smástund á eldiviðarhrúguna og horfði á Simone. Einu sinni
hvarf hún í heila viku. En hún kom aftur. Ég vaknaði við að hún hopp-
aði upp í rúmið til mín. Ég hafði nefnilega útbúið op á útihurðina þar
sem hún gat komist inn og út. Hún svaf í hálfan sólarhring. Þá sauð ég
handa henni nýveiddan fisk. Síðan fékk hún skeið af rjómaís á eftir. Og
svo er til fólk sem segir að kettir kunni ekki að brosa.
- Nei, nú er nóg komið, Simone, sagði ég við sjálfan mig, ég sagði það
upphátt og það lá við að ég yrði hræddur þegar ég heyrði í mér röddina.
Ég náði í skóflu út í skemmu og gróf hana þarna á staðnum. Og af því
62
J%>>/ á .HBœy/rjá - Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001