Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 65

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 65
Strange Fruit að ég á það til að vera viðkvæmur þá lagði ég níu steina í kross ofan á litlu gröfina. Að þessu loknu settist ég inn í stofuna. Mór datt ekkert annað í hug sem ég gæti gert. Það var komið kvöld og fljótlega fór að rigna. Það húmaði að og loftið varð tært. Ég sat í dimmri stofunni og horfði út í rökkrið. Hann kom heim um tíuleytið, nágranni minn. Ég heyrði hann opna hliðið og svo hægt fótatak hans á mölinni. Ég gekk út að glugganum og sá þegar hann settist, magur og hokinn, á dyraþrepið og fól andlitið í höndum sér, alveg eins og þegar hann sat á steininum uppi í brekkunni. Þá opnuðust dyrnar og ljósið innan úr húsinu flóði út. Ester, konan hans, stóð á dyraþrepinu, hún beygði sig niður, tók í hönd hans og kyssti hann á ennið. Síðan gengu þau saman inn í húsið og lokuðu nóttina úti. Magnús Ásmundsson þýddi úr norsku á'■ .ífficep/iiá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 63

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.