Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 81

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 81
íslensklr höfundar og þýðendur Pjetur Hafstein Lárusson (í gálganum bls. 27, Óskatréð bls. 38, Þraut bls. 44) fæddur í Vestmannaeyjum 1952. Ljóðskáld, fæst einnig við smá- sagnagerð og hafa nokkrar sögur eftir hann birst í Lesbók Morgunblaðs- ins, Ríkisútvarpinu og Útvarpi Suðurlands. Auk frumortra ljóðabóka hefur hann sent frá sér tvær bækur með þýðingum á sænskum ljóðum. Pjetur er búsettur í Hveragerði Sigurður A. Magnússon (Fróðleiksmolar um Georgíu bls. 11) rithöfund- ur, fæddist 1928. Hann hefur þýtt úr ensku, grísku og þýsku; einnig úr íslensku á ensku. Nýjasta bók hans er Á hnífsins egg (2001). Stefán Sigurkarlsson (Ljósið er eins og vatnið bls. 68, Tússteikningin bls. 71) fæddist í Reykjavík 1930, lauk stúdentsprófi í MR 1949 og prófi í lyfjafræði í Danmörku 1957. Hann starfaði um skeið sem lyfjafræðing- ur og stundakennari við MR en var síðan lyfsali á nokkrum stöðum. Hann hefur stundað nám í myndlist og sent frá sér þrjár frumsamdar bækur, tvö ljóðasöfn og eitt smásagnasafn. Stefán Snævarr (Þunglyndi bls. 58) fæddist 1953. Hann er dósent í heimspeki við svæðisháskólann í Lillehammer. Hann hefur gefið út sjö ljóðabækur á íslensku og eitt heimspekirit á ensku. á- — ELEPTER DJÁKNI VAR MEIRA FYRIR SOPANN EN SÁLINA 79

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.