Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 7
Ögmundur Bjarnason
Um skáldið W.H. Auden
i
Islendingar hafa löngum tekið fagnandi þeim útlendu mönnum sem látið
hafa svo lítið að sækja heim þessa fámennu og afskekktu þjóð í norðri, eink-
anlega ef þeir hafa getið sér eitthvert nafn úti í hinum stóra heimi. Suma
hafa þeir jafnvel nefnt „Islandsvini" í heiðursskyni, sér í lagi ef gesturinn
hefur með einhverjum hætti haldið nafni landsins á loft meðal sinnar eigin
þjóðar eða sýnt landi og þjóð sóma á annan hátt en með nærveru sinni
einvörðungu. Og víst hefur margur merkismaðurinn lagt hingað leið sína,
annaðhvort vegna fregna af einstæðri náttúru landsins eða - sem ekki mun
hafa verið ótíðara hér fyrr meir - íyrir sakir dálætis síns á fornum bók-
menntum landsmanna. Hafa ýmsir þessara manna jafnvel orðið til þess að
lýsa á bók kynnum sínum af landinu og þjóðinni, og þannig orðið Islandi
og íslenskri menningu eins konar málpípa meðal þjóða heimsins, þar sem
oft hefur verið við ramma fordóma og rangfærslur að etja, allar götur síðan
Blefken hinn þýski setti saman alræmda íslandslýsingu sína. En raunar er
þjóðin orðin svo óspör á téða virðingarnafngift hin síðari ár, að hingað má
nú varla villast sú útlenda kvikmyndastjarna eða poppgoð að hún sé ekki
umsvifalaust sæmd nafnbótinni „Islandsvinur“ og persónu hennar hampað
af fjölmiðlum og almenningi sem væri þar á ferðinni sérstakur velgjörðar-
maður landsins og velunnari, jafnvel þótt viðkomandi geti fátt annað sagt
gestgjöfum sínum til þakldætis en að ljúka lofsorði á ríflegan opnunartíma
öldurhúsa og frjálslegt viðmót þess hluta kvenþjóðarinnar sem slíka staði
sækir. En hvaða fremd sem þjóðinni kann að vera að því að eiga þess konar
gesti að vinum, þá er hitt vafalaust að seint fær hún ofmetið vinskap þeirra
manna, sem hingað hafa leitað af forvitni um fleira en skemmtanalíf höf-
uðstaðarins og tillátssemi fríðara kynsins, og freistað hafa þess að kynna
heiminum sögueyjuna köldu og ljá henni þannig rödd meðal milljónanna,
jafnvel þó í litlu væri.
Einn slíkra manna var breska skáldið W.H. Auden, sem af mörgum
er talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld, enda þótt
á dffiaytjá — Hann gat ekki hætt að ríma
5