Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 11

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 11
Um skáldið W.H. Auden sem hefur að geyma mörg frægustu þjóðfélagsádeilukvæði hans, sem gerðu hann um skeið að eins konar forystuskáldi vinstrisinnaðra menntamanna á Englandi. I bókinni kvað við nokkuð annan tón en í þeirri fyrstu, kvæð- in voru auðskilin og gamansöm í tóni og form þeirra oftar en ekki sótt í al- þýðukveðskap og dægurvísur. Bókina tileinkaði Auden þýsku leikkonunni Eriku Mann, dóttur rithöfundarins fræga Thomasar Mann, en hana hafði Auden gengið að eiga pro forma fyrr á árinu og aflað henni með því ensks vegabréfs, enda mátti Mann-fjölskyldan þá sæta ofsóknum af hendi naz- ista, svo sem kunnugt er. Meðan á Islandsför þeirra MacNeice stóð, hafði brotist út borgarastyrjöld á Spáni sem mjög dró til sín athygli vinstrisinn- aðra hugsjónamanna, er sumir hverjir blönduðust í sjálf hernaðarátökin, oftar en ekki í einhvers konar rómantísku æði. Til Spánar fór og Wystan Auden, snemma árs 1937, og útvarpaði þaðan fréttum af ofbeldi og harð- ræði uppreisnarmanna en mun þó ekki hafa tekið virkan þátt í bardögum, enda kvaðst hann síðar hafa veiklast þar í trúnni á hið sósíalíska stjórn- arform. Arið eftir, 1938, ferðaðist hann með Isherwood um Kína og sótti sér þar efni í kvæðaflokkinn „Sonnets from China“ sem birtist í sameigin- legri ferðabók þeirra Isherwoods frá þeirri reisu. I upphafi árs 1939 fluttust þeir kumpánar báðir búferlum til Bandaríkjanna, þar sem Auden öðlað- ist fullan ríkisborgararétt árið 1946. Þótti þá mörgum vinstrimönnum á Englandi sem hann hefði svikið málstaðinn með því að ganga höfuðvígi hins kapítalíska þjóðskipulags á hönd, og mörgum aðdáendum ljóða hans gramdist sú ákvörðun hans að yfirgefa, eða „flýja“ eins og sumum þótti, sitt gamla föðurland þegar það stóð á barmi nýrrar styrjaldar við Þýska- land. Varla hefur þó Auden með þessu gengið það eitt til að vilja skjóta sér undan herþjónustu, enda var hann kallaður í her Bandaríkjamanna undir stríðslok og sendur um skeið til Þýskalands að kanna þar sálræn áhrif lofthernaðar á óbreytta borgara. Að hann hins vegar í hjarta sínu var mótfallinn öllum stríðsrekstri og ofbeldi hvers konar getur enginn efast um sem les hið magnaða kvæði hans „Skjöldur Akkilesar“ úr bókinni The Shield ofAchilles (1955), sem af mörgum er talið einhver magnaðasta stríðs- ádeila í kvæðisformi sem um getur. Fljótlega eftir að Auden hafði tekið sér búsetu þar vestra, taka hin þjóðfélagslegu efni og pólitísku álitamál, sem svo mjög höfðu sótt á hug hans næstu árin á undan, að þoka æ meir úr kvæðagerð hans, enda var honum þá orðið ljóst að skáldskapurinn fengi litlu áorkað í hugmynda- fræðilegum efnum: „poetry makes nothing happen“ segir hann í minningar- ljóðinu fræga um höfuðskáldið og átrúnaðargoð sitt, W.B. Yeats. A sama tíma fara hins vegar trúarleg efni að sækja á hann í ríkum mæli og hann gengst opinberlega ensku biskupakirkjunni á hönd. Næstu 15 árin hefur hann með höndum kennslu við ýmsa háskóla vestan hafs, heldur fræðslu- á .93e/ydiá - Hann gat ekki hætt að ri'ma 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.