Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 12

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 12
Ögmundur Bjarnason erindi og fyrirlestra fyrir almenning og sendir frá sér hverja kvæðabókina á fætur annarri, sem staðfesta stöðu hans í framvarðarsveit enskumælandi skálda, en eiga þó ekki viðlíka vinsældum að fagna meðal almennra les- enda og bækur hans frá hinu pólitíska skeiði. Hlaðast og á hann opinberar viðurkenningar fyrir skáldskaparstörf, þar á meðal hin kunnu Pulitzer- verðlaun fyrir kvæðabálkinn The Age ofAnxiety (1947), sem tónskáldið og hljómsveitarstjórinn góðkunni, Leonard Bernstein, semur aðra sinfóníu sína yfir. Auden hefur þar vestra jafnan heimili sitt í New York, en á ár- unum 1948 til 1957 dvelur hann á sumrum á ítölsku eyjunni Ischia, sem þá og löngum síðar var eftirsóttur sumarleyfisstaður listamanna víðs vegar að úr álfunni. Er hann þar meðal annars samvistum við tónjöfurinn Igor Stravinsky og semur handa honum librettó að óperunni The Rakes Progress (1951) ásamt félaga sínum og sambýlismanni til fjölda ára, Bandaríkja- manninum Chester Kallman. I sameiningu setja þeir félagar og saman librettó að tveimur óperum þýska tónskáldsins Hans Werner Henze, sem þeir hitta einnig þar á Ischia, sum sé Elegy for Young Lovers (1961) og The Bassarids (1966). Sjálfur var Auden mikill tónlistarunnandi og sérstakur aðdáandi óperuformsins, eins og enskar þýðingar þeirra Kallmans á text- um Töfraflautunnar, Don Giovanni og Sjö dauðasynda Brechts, auk frum- saminna librettóa, votta. Mun enda ekki ofmælt að librettó þeirra að The Rakes Progress og Elegy for YoungLovers séu meðal merkilegustu, eða alltént skemmtilegustu og andríkustu, librettóa óperusögunnar, þótt ekki séu þau enn metin sem skyldi. Árin 1956-1961 gegndi Auden prófessorsstöðu í skáldskaparfræðum við Oxford-háskóla og sumarið 1957 festir hann kaup á húsi í austurríska smábænum Kirchstetten, nærri Vínarborg, þar sem hann dvelur jafnan á sumrum það sem hann á eftir ólifað. I apríl 1964 sækir hann svo Island heim öðru sinni, fyrir tilstuðlan þáverandi menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, og í boði ríkisstjórnar Islands. Var skáldfrægð hans þá orðin slík að ekki dugði minna til en efna til eins konar skáldaþings honum til heiðurs, þar sem öllum helstu skáldum, rithöfundum og menningarvitum þjóðarinnar, þar á meðal þeim Sigurði Nordal, Gunnari Gunnarssyni, Þór- bergi Þórðarsyni og Tómasi Guðmundssyni, var boðið að sitja veislu ríkis- stjórnarinnar í ráðherrabústaðnum. Hneykslaði skáldið þá ýmsa með því að mæta til veislunnar óuppábúinn og bindislaus, en raunar mun það hafa verið siður hans hin síðari ár að virða alla tildurssiði og etikettur að vettugi og segir sagan að honum hafi jafnvel verið meinaður aðgangur að sýningu á The Rakes Progress í La Scala á Italíu vegna óviðeigandi klæðaburðar, enda þótt hann væri einn af höfundum verksins. Til allrar hamingju sýndu Is- lendingar þann menningarbrag umfram Itali að vísa skáldinu ekki úr heið- urssamsætinu, þótt búningi hans kynni að hafa vera áfátt. Um nærveru 10 á .f3ay/isá — Ti'marit þýðenda nr. ii / 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.