Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 12
Ögmundur Bjarnason
erindi og fyrirlestra fyrir almenning og sendir frá sér hverja kvæðabókina
á fætur annarri, sem staðfesta stöðu hans í framvarðarsveit enskumælandi
skálda, en eiga þó ekki viðlíka vinsældum að fagna meðal almennra les-
enda og bækur hans frá hinu pólitíska skeiði. Hlaðast og á hann opinberar
viðurkenningar fyrir skáldskaparstörf, þar á meðal hin kunnu Pulitzer-
verðlaun fyrir kvæðabálkinn The Age ofAnxiety (1947), sem tónskáldið og
hljómsveitarstjórinn góðkunni, Leonard Bernstein, semur aðra sinfóníu
sína yfir. Auden hefur þar vestra jafnan heimili sitt í New York, en á ár-
unum 1948 til 1957 dvelur hann á sumrum á ítölsku eyjunni Ischia, sem
þá og löngum síðar var eftirsóttur sumarleyfisstaður listamanna víðs vegar
að úr álfunni. Er hann þar meðal annars samvistum við tónjöfurinn Igor
Stravinsky og semur handa honum librettó að óperunni The Rakes Progress
(1951) ásamt félaga sínum og sambýlismanni til fjölda ára, Bandaríkja-
manninum Chester Kallman. I sameiningu setja þeir félagar og saman
librettó að tveimur óperum þýska tónskáldsins Hans Werner Henze, sem
þeir hitta einnig þar á Ischia, sum sé Elegy for Young Lovers (1961) og The
Bassarids (1966). Sjálfur var Auden mikill tónlistarunnandi og sérstakur
aðdáandi óperuformsins, eins og enskar þýðingar þeirra Kallmans á text-
um Töfraflautunnar, Don Giovanni og Sjö dauðasynda Brechts, auk frum-
saminna librettóa, votta. Mun enda ekki ofmælt að librettó þeirra að The
Rakes Progress og Elegy for YoungLovers séu meðal merkilegustu, eða alltént
skemmtilegustu og andríkustu, librettóa óperusögunnar, þótt ekki séu þau
enn metin sem skyldi.
Árin 1956-1961 gegndi Auden prófessorsstöðu í skáldskaparfræðum
við Oxford-háskóla og sumarið 1957 festir hann kaup á húsi í austurríska
smábænum Kirchstetten, nærri Vínarborg, þar sem hann dvelur jafnan á
sumrum það sem hann á eftir ólifað. I apríl 1964 sækir hann svo Island
heim öðru sinni, fyrir tilstuðlan þáverandi menntamálaráðherra, dr. Gylfa
Þ. Gíslasonar, og í boði ríkisstjórnar Islands. Var skáldfrægð hans þá orðin
slík að ekki dugði minna til en efna til eins konar skáldaþings honum til
heiðurs, þar sem öllum helstu skáldum, rithöfundum og menningarvitum
þjóðarinnar, þar á meðal þeim Sigurði Nordal, Gunnari Gunnarssyni, Þór-
bergi Þórðarsyni og Tómasi Guðmundssyni, var boðið að sitja veislu ríkis-
stjórnarinnar í ráðherrabústaðnum. Hneykslaði skáldið þá ýmsa með því
að mæta til veislunnar óuppábúinn og bindislaus, en raunar mun það hafa
verið siður hans hin síðari ár að virða alla tildurssiði og etikettur að vettugi
og segir sagan að honum hafi jafnvel verið meinaður aðgangur að sýningu
á The Rakes Progress í La Scala á Italíu vegna óviðeigandi klæðaburðar, enda
þótt hann væri einn af höfundum verksins. Til allrar hamingju sýndu Is-
lendingar þann menningarbrag umfram Itali að vísa skáldinu ekki úr heið-
urssamsætinu, þótt búningi hans kynni að hafa vera áfátt. Um nærveru
10
á .f3ay/isá — Ti'marit þýðenda nr. ii / 2007