Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 14

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 14
Ögmundur Bjamason bundnu máli og óbundnu, óperutextum, kvikmyndahandritum, spakmæla- söfnum og bókmenntafræðilegum ritgerðum. Það eru þó ljóðmæli hans öðru fremur sem haldið hafa nafni hans á loft, enda mun hann nú almennt viðurkenndur sem eitt helsta ljóðskáld nýliðinnar aldar, hvort sem litið er til hins enskumælandi heims eða heimsbókmenntanna allra. Alltént myndu fæstir geta mótmælt því að hann hafí verið eitt af fáum sannkölluðum stórskáldum aldarinnar — ef fjöldi ljóða og umfang þeirra, fjölhæfni í efn- istökum og stílbrögðum ásamt meistaratökum á ljóðforminu er notað sem mælikvarði á slíkan „stórleik“ - og að líkindum eitt hið fjölhæfasta þeirra. Mun vandfundið það ljóðform sem hann ekki hafði á fullkomnu valdi sínu og orti þannig jöfnum höndum háfleyga óði, lýriskar stemningsmyndir, heimsósómakveðskap, léttfleyg tækifæriskvæði, gamanvísur og dægurflug- ur, ýmist þrælbundið og rímað undir algengustu frönskum, ítölskum og enskum háttum, klassískum grískum háttum, forn-engilsaxneskum og jafnvel norrænum stuðlaháttum, austrænum háttum og atkvæðaháttum (syllabiskum), þjóðkvæða- og slagaraháttum, eða þá all- eða alfrjálslega að nútímasið, en þó ávallt af sömu léttleikandi og leiftrandi hagmælskunni. Fjölhæfni, marg- og síbreytileiki hans í stíl og yrkisefnum eru slík að ein- stætt má kalla í engilsaxneskum bókmenntum aldarinnar og hefur honum því oftlega verið líkt við höfuðsnillingana Igor Stravinsky og Pablo Picasso hvað þetta varðar, svo hliðstæður séu sóttar til annarra listgreina. Rétt eins og þeir Stravinsky og Picasso var Auden umfram allt mikill meistari forms- ins og kunni til hlítar þá list að varpa framandlegum blæ á þaulreynda bragarhætti með frumlegri kveðandi og nýstárlegum stílbrögðum. Um þær mundir er atkvæðamestu ljóðskáld álfunnar höfðu með öllu snúið baki við hinu hefðbundna ljóðformi og dæmt það dautt og einskisnýtt í nútíma- veröld, sýndi Auden svo ekki varð um villst að enn mátti vel notast við hin gömlu form væri þeim beitt af kunnáttu og útsjónarsemi — og hellti þannig svo að segja nýju víni á gamla belgi. Mun hann enda hafa litið á sig sem handverksmann fyrst og fremst og ljóðlistina sem iðn eða íþrótt og gat án efa tekið heils hugar undir þau orð leyndarráðsins Goethe — sem hann raunar dáði mjög hin síðari ár - að snilldin væri einkum fólgin í öguninni: „In der Beschránkung zeigt sich erst der Meister.“ Því jafnvel þar sem ljóð- form hans verður hvað frjálslegast og næsta lausbeislað að sjá, má þó ætíð greina skýra og ákveðna formhugsun eða reglu að baki sé nógu vandlega að gáð, líkt og í kenjum Hamlets Danaprins: „Though this be madness, yet there is method in it“ („Óráð er þetta, en sinna er í því samt“ (þýð. H. Hálfdanarson)). Dálæti Audens á reglubundinni hrynjandi og rími þegar bókmennta- tískan hafði snúist öndverð gegn hefðbundnum skáldskaparformum féll þó sem gefur að skilja misjafnlega í smekk hinna framsæknari bókmennta- 12 á ■ jOr'/yáá — Tímarit ÞÝÐENDA NR. II / 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.