Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 26
W.H. Auden
6. „A skáldsagnahöfiindurinn fyrir spón íaskinn?"
Hinir best kunnu höfundar og myndlistarmenn þiggja opinberan fram-
færslustyrk, án nokkurra kvaða um listsköpun þeirra. Ymsir (og þá jafnan
hægrisinnaðir) kvörtuðu undan því í mín eyru að stjórnmálaskoðanir hefðu
áhrif á styrkveitingarnar; mér tókst samt ekki að finna nokkrn málsmetandi
höfund sem orðið hefði útundan við þær.
7. „Segðu mér afunga fólkinu. Um hvað hugsar það? Hver eru markmið
þess?“
Sem þjóðarheild, hygg eg að Islendingar séu ekki tiltakanlega metnaðar-
fullir. Einstaka ungir menn af efnaheimilum gætu víst hugsað sér að flytjast
til Evrópu; flestir munu hins vegar helst kjósa að vera um kjurt og komast í
nokkrar álnir. Samanborið við flest lönd er atvinnuleysi með minnsta móti
á Islandi. Eg fékk þá almennu mynd af Islendingum að þeir væru raunsæir,
á smáborgaralegan hátt, óskáldlegir og harla litlir hugsjónamenn. Ólíkt
Þjóðverjum sverma þeir ekki fyrir suðurlöndum, og mér er lífs ómögu-
legt að sjá þá fyrir mér í einkennisbúningi. Viðhorf þeirra gagnvart forn-
sögunum er áþekkt viðhorfi hins almenna Englendings til Shakespeares;
og einn einasta mann fann eg, málara nokkurn, sem dirfðist að kalla þær
“heldur rustalegar”. Vandkvæðin, sem eru á því að útvega sér atvinnu í
ýmsum Evrópulöndum, gera íbúa þessara landa oft óábyrga og móttækilega
fyrir öfgafúllri föðurlandshyggju; Islendingar eru hins vegar sjaldan óábyrg-
ir, enda myndi slíkt háttalag koma bændum og útvegsmönnum í koll.
8. „Hvað um kynferðislíf þeirra?"
Óþvingað. Óskilgetin börn eru sjaldnast litin hornauga. Innan fjölskyld-
unnar eru hjágetnir aldir upp til jafns við skilgetna. Aður en samgöngur
bötnuðu var blóðblöndun oft og tíðum lítil. Var mér bent á bónda einn
sem hafði gengið að eiga frænku sína með sérstöku leyfi Danakonungs.
Kynhverfa mun vera fátíð. Talsvert er um kynsjúkdóma í sjávarplássum,
og hin síðari ár hafa þeir farið að berast í sveitirnar. Eg hef ekki orðið þess
var að hið opinbera hlutist til um barneignir: það virðist ekki vera neitt
sérstakt keppikefli að fjölga landsmönnum. Fólksflutningum í Vesturheim,
sem voru miklir í kringum aldamótin, hefur nú linnt.
9 ■ „Er til sérstök íslenskfyndni?“
Landsmenn eru sérlega gefnir fyrir hæðnisleg níðskrif. Eins og við er að búast
í litlu samfélagi eru flestar skrítlurnar sagðar um áberandi persónur og erfitt
fyrir utanaðkomandi að botna í þeim. Haldið er úti gamansömu vikuriti
sem nefnist Spegillinn, og líkist fremur Simplicissimus en Punch. Eg sá engin
dæmi um þess konar ruddafengið skop sem iðkað er í Islendingasögum.
24
á- Sœyrtíá — Tímarit þýðenda nr. ii / 2007