Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 27
Islandsfór ogfleirí kvœði
io. „Hvaða hugmyndfékkstu af heimsókninni um lífið á smáeyjum?“
Eigirðu þér engin sérstök andleg áhuga- eða metnaðarmál og gerir þig
ánægðan með félagsskap vina og vandamanna, þá ættirðu að una þér vel
á Islandi, enda eru eyjarskeggjar vingjarnlegir, þolgóðir og skynsamir. Þeir
eru innilega stoltir af landi sínu og sögu, en án minnsta votts af sjúklegum
þjóðarrembingi. Mér virtist þeir jafnan taka gagnrýnisorðum fegins hendi.
En eg fann það þó jafnframt, að hvað sjálfan mig áhrærði var of seint af
stað farið í þessa heimsókn. Við erum öll of bundin Evrópu til þess að geta
sloppið undan henni, eða til þess að langa til þess. Þótt eg sé þess fullviss
að þú myndir njóta Islandsheimsóknar jafnmikið og eg hef gert, þá hygg eg
að þegar fram í sækir, myndi hin norræna skynsemi reynast þér um megn,
eins og hún hefúr reynst mér. Sannleikurinn er sá, að báðir erum við aðeins
í essinu okkar búandi innan um brjálæðinga.
W.
Fjórtándi kapítuli
Bréf til Kristins Andréssonar, dándimanns.
Kæri Kristinn Andrésson,
eg hét þér því þegar eg var í Reykjavík að senda þér greinargerð fyrir því
hvernig landið þitt hefði komið mér fyrir sjónir, og nú þegar eg hef snúið
heim aftur get eg ekki annað en gert mitt besta til að uppfylla það, sem
örlítinn þakklætisvott fyrir þína óþreytandi gestrisni og hinar Ijúffengu
pönnukökur konu þinnar. Samt er eg efins um að álit ferðamannsins sé
ýkja mikils virði; stundi hann enga atvinnu í landi því sem hann heimsækir
er þekking hans á efnahagslegum og félagslegum aðstæðum einskorðuð við
opinberar hagtölur og kjaftasögur við kaffiborðið; þekki hann ekki tungu-
málið er mat hans á mönnum og menningu takmarkað við hið yfirborðs-
kennda; og lengd heimsóknarinnar, í mínu tilviki einungis þrír mánuðir,
varnar honum allra náinna kynna af athugunarefninu. I besta falli verður
hann þess eins vís sem heimamenn vita þegar; í versta falli gerir hann sig
sekan um viðsjálar alhæfingar sem byggðar eru á ófullnægjandi og oftlega
ónákvæmum upplýsingum. Þess utan kemur ferðamaðurinn, óháð því hver
félagsleg staða hans er í sínu heimalandi, ávallt fram í því landi sem hann
gistir í hlutverki fjármagnseigandans — gestgjafi hans væntir þess alltént að
hann hafi nokkur fjárráð - og mun því horfa á land og þjóð með augum
fjármagnseigandans: verðið á máltíðinni og þjónustulund vikadrengsins
snerta hann dýpra en aukin tíðni krabbameinstilfella eða spilling í réttar-
kerfinu. Þá gerir að síðustu fjarlæg lega Islands ásamt bókmennta- og
d jBœyrtíá - Hann gat ekki hætt að ríma
25