Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 28
W.H. Auden
stjómmálasögu landsins það að verkum, að þeir fáu sem fysir að sækja það
heim hafa yfirleitt gert sér fastmótaðar og skáldlegar grillur um það áður.
Þeir eru býsna fáir Englendingarnir sem hafa nokkurn áhuga á Islandi, en
hjá þessum fáu er áhuginn ástríðufullur. Faðir minn, til dæmis, var einn
þessara, og sumar af ljósustu æskuminningum mínum tengjast því er hann
las mér úr íslenskum þjóðsögum og Islendingasögum, enda þykist eg kunna
meira í norrænni goðafræði en grískri. Van Troil erkibiskup, sem heimsótti
Island árið 1772, segir á einum stað nokkuð sem öllum ferðalöngum væri
hollt að minnast —
„A þessum stað“, segir hann, „máttu ekki væna mig um að vera líkt
farið og klerkinum og hefðarfrúnni í sögu Helvetiusar sem horfðu í sam-
eining á bletti á tunglinu og klerkurinn áleit að myndu vera kirkjuturnar
en frúin hélt vera ástfangna elskendur. Eg veit það vel að oft þykjumst við
hafa séð það sem okkur verður tíðast hugsað um, eða það sem við kjósum
helst.“ Og hann gæti hafa bætt því við, að þegar okkur tekst ekki að finna
það sem við leitum að hyllumst við oft til þess í vonbrigðum okkar að þykj-
ast sjá algjöra andstæðu þess.
Eg ætla ekki að þölyrða um náttúrufegurð landsins ykkar: fyrir þér
þarfnast hún engrar kynningar og túristarnir eiga úr mörgum ferðahand-
bókum að velja; hinn mikilfenglegi Geysir mun halda áfram að draga að
sér ferðalanga án minnar milligöngu. Þar að auki deili eg algerlega þeirri
skoðun sem kemur fram í þessari ensku vísu:
Biography
Is better than Geography,
Geography's about maps,
Biography's about chaps.
(Ættfræði er ólíkt skemmtilegri en landfræði, því þar sem landfræðin snýst
um kort fjallar ættfræðin um fólk.)
Þar sem eg ætla að vera fullkomlega hreinskilinn um það sem mér lík-
aði miður, verð eg að geta þess þegar í upphafi að mér var ákaflega mikil
ánægja af ferðalaginu; að hvar sem eg fór, fyrir utan eitt einasta skipti, var
mér tekið af stökustu alúð og gestrisni; og hvað landsmenn sjálfa varðar,
get eg ekki hugsað mér nokkra þjóð aðra sem eg kysi frekar að dveljast
meðal í útlegð.
Líkamsgerð og klœðafar
Mér þykir líkamlegt ástand Islendinga, jafnt að heilsufari sem ytra útliti,
vera á háu stigi samanborið við flestar evrópuþjóðir, en þó kannski ekki
jafnháu og hjá Norðmönnum. Að jafnaði eru þó karlmennirnir fríðari en
26
á .J^erydjá — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. II / 2007