Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 29

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 29
Islandsfór ogfleiri kvœði kvenfólkið. Þeim mun sorglegra er það því, hve lélegur klæðasmekkur lands- manna er upp til hópa. Veit eg vel, að enskar konur eru þær verst klæddu í gjörvöllum heiminum, en ekki ætti það að vera Islendingum nokkur afsök- un. Hef eg sjaldan séð hræmulegri föt, á bæði kyn, en eg sá í verslununum í Reykjavík, hvergi jafnskræpótt og glingursleg. Þetta er, veit eg vel, að hluta til undir fjárráðum komið, en þó ekki einvörðungu. Islenska kvenfólkið gæti klætt sig tvisvar sinnum smekklegar fyrir sama fé. Lyiidisgerð Þetta er kjánalegt efni að skrifa um. Eg trúi því enda ekki að lyndisgerð einnar þjóðar geti verið mjög frábrugðin lyndisgerð annarrar, eða verið minna fjölbreytileg. Að minnsta kosti getur ferðamaðurinn ekki gert nein- ar merkar athuganir á því. Eins og aðrir hafa gert á undan mér, dáðist eg mjög að nærfellt öllum þeim bændum sem eg hitti; hvergi sá eg þess konar búraskap og heimalningshátt sem víða er að finna í sveitum á Englandi. Hins vegar þótti mér margt fólkið í bæjunum orðið siðspillt af því að lifa á mölinni. Það er ekki nema eðlilegt. Langan tíma tekur að venja sig við bæjarlífið, og menn verða að vera mun fjáðari í bæjunum, ætli þeir sér að geta lifað sómasamlegu lífi þar, en menn þurfa til sveita. Þeir tveir augljósu lestir sem eg kom auga á voru óstundvísi, sem er ekkert til að gera sér rellu útaf, og ofurölvun, sem er kjánaleg en hreint ekki svo skrítin þegar þess er gætt, að nærfellt ómögulegt er að koma höndum yfir skikkanlegt áfengi úti á landi. Bjórinn er andstyggilegur, borðvín er nærfellt ókaupandi, og þá er ekki öðru til að dreifa en whiskýi, sem er afleitur drykkur. Norskur fisksali sagði mér eitt sinn að hann forðaðist að eiga viðskipti við Islendinga, en sjálfum þótti mér þeir heiðarlegri en flest það fólk sem eg hef kynnst. Þó er mér sagt að stjórnmálin séu mjög spillt — sem kannski er ekki nema von í landi þar sem allir þekkja alla — en mér er enginn vegur að staðfesta þetta eða hrekja. Hvað tilfinningalífið áhrærir, þótti mér Islendingar í samanburði við Englendinga einkar beinskeyttir, eðlilegir í framkomu og lausir við alla tilfinningasemi, en hvort það er til hins betra eða verra, þori eg ekki að dæma. Mannasiðir Islendingar þykja mér gæddir afar fögrum náttúrulegum kurteisisháttum, en fremur frumlegum siðvenjum. Með siðvenjum á eg við þá mannasiði sem ekki byggjast á eðlislægri tilfinningu fyrir öðru fólki heldur eru til- lærðir í flóknu félagslegu samlífi. Mackenzie, árið 1810, segir á einum stað: „Oþvinguð losun munnvatns virðist vera tíska hvarvetna á Islandi.“ Þannig virðist mér það vera enn. á . 'Ææyrióá - Hann gat ekki hætt að ríma 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.