Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 30
W.H. Auden
Efiiahagur og stéttaskipting
Þeir menn af borgarastétt sem heimsótt hafa Island láta þess oft getið að þar
sé enginn munur á fátækum og ríkum. Við fyrstu athugun virðist það vera
rétt. Þarna eru engin slot, eins og þau í Mayfair, og heldur engin hreysi, eins
og þau á East End. Bæði laun og almenn lífsgæði eru mikil í samanburði við
önnur lönd; og stéttaskipting er minni en í flestum kapítaliskum löndum.
En þegar maður minnist þess að Island er að flatarmáli stærra en Irland, að
íbúaþöldi þess er minni en Brighton og það ræður yfir einhverjum bestu
fiskimiðum veraldarinnar, hlýtur maður að spyrja sig þess hvort launin gætu
ekki verið enn hærri og efnaleg misskipting minni. Eg sá fjölmargt fólk sem
eg vildi ekki deila kjörum með, og einstaka menn sem auðurinn hafði gert
hrokafulla, oflátungslega og lítilsiglda. A Englandi höfum við sérstaka hefð-
bundna lífs- og lifnaðarhætti fyrir yfirstéttina, sem léð geta auðmönnum
ákveðinn þokka. Á Islandi fyrirfinnast engir slíkir.
Menntun og menning
Sú þjóð, sem getið hefur af sér einhvern stórbrotnasta sagnaskáldskap heims-
bókmenntanna, getur státað af almennri þekkingu á kveðskap og vísnagerð
og hérumbil 100% læsi, má með réttu vera stolt af sjálfri sér, og þótt eg leyfi
mér að koma fram með einhverja gagnrýni, er það ekki vegna þess að eg
vanmeti afrek hennar heldur vegna hins, að frá þeirri þjóð sem svo miklu
hefur áorkað hlýtur maður að vænta enn meira. Hvað menntun viðvík-
ur, virtist mér menntunarstig landsmanna almennt allhátt; og hygg eg að
sá siður, að láta skólafólk vinna sveitastörf á sumrum, hljóti að skapa hið
ákjósanlegasta jafnvægi milli bóklegrar og verklegrar menntunar - raunar
kysi eg að hin bóklega menntun væri öllu klassískari við þessar óvenjulegu
aðstæður — gríska og líkamlegt erfiði virðast mér hin ákjósanlegasta mennt-
unarblanda. Hinar æðri skólastofnanir, efstu bekkir menntaskólans og há-
skólakennslan, virtist mér hins vegar ekki vera upp á marga fiska. Eg veit þó
vel, að þetta er hérumbil alfarið undir fjárframlögum komið. Eg leyfi mér
að benda á það eitt, að koma ætti upp skóla fyrir afburðagreind börn, sem
valin væru víðs vegar af landinu með sérstöku upptökuprófi.
Hvað almennan menningarbrag snertir, er hann allhár, en þó ekki jafn-
hár og ýmsar heimildir gætu fengið mann til að halda. A meðan eg heyrði
eldastúlku eina úti á landi gera miðaldasögu prýðileg skil, eru þeir á hinn
bóginn augljóslega fjölmargir í bæjunum, einkanlega í Reykjavík, sem
misst hafa hina sérstöku þjóðlegu menningu sína, án þess að öðlast nokkra
aðra í staðinn. Enda þótt bókmenntir séu víðast hvar í hávegum hafðar,
eiga landsmenn nálega engan arkítektúr, enga leiklist og hafa ákaflega litla
þekkingu á málaralist og hljómlist.
Eg veit vel að þetta er óhjákvæmilegt. Eg veit vel, að dagar sjálfstæðrar
28
á dföœpáá - Tímarit i>Ýðenda nr. ii / 2007