Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 36

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 36
W.H. Auden „Musée des Beaux Arts“ Um þjáninguna skjöplaðist þeim eigi, þessum öldnu meisturum: þeir skildu til hlítar hlut hennar í mannlífinu; hvernig einn líður meðan annar matast eða opnar glugga eða ferðast um á förnum vegi; skildu, að meðan öldungar fullir eftirvæntingar bíða hinnar undursamlegu fæðingar, hljóta alltaf að fæðast börn, sem fráleitt hafa berlega óskað þess, en skríða á skautum eftir skógi gyrtri tjörn. Þeir gleymdu því ekki að jafnvel argasta píslarvætti hlýtur að renna sitt skeið í einhverju horni, á afviknum stað þar sem hundar heyja sitt hundalíf og hrossið, sem níðingurinn reið, nýr sinni saklausu lend upp við tré. Tökum Ikaros Brueghels sem dæmi: hvernig allt annað lætur sig óhappið engu varða; plógmaðurinn kann að hafa heyrt byltuna, hið niðurbælda óp, en í augum hans var þetta ekki verulegt tjón; sem löngum fyr var sól á lofti og skein nú á hvíta fæturna, hverfandi í grænt vatnið; og velbúið haganlegt skipið, sem hlýtur að hafa mænt á þessa merkilegu sýn, hrapandi skýjaglóp, átti skyldum að gegna og sigldi til hafnar hægum byr. (1938) (Titill þessa kvæðis er almennt talinn sóttur til Fagurlistasafnsins í Brussel, sem geymir fræga mynd flæmska meistarans Pieter Brueghels (ca. 1520- 1569) af Ikarosi, hinum ofurhugaða syni völundarins Dedalosar, sem brá sér í fjaðurham föður síns og steyptist til jarðar er hann flaug of nærri sólu. A mynd Brueghels má í einu horni myndflatarins sjá fótleggi unglingsins hverfa í vatn, en að öðru leyti virðist efni myndarinnar með öllu ósnortið af þessum hörmulega atburði.) 34 á- ,93æýe/riá — Tímarit þýðenda nr. ii / 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.