Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 40
W.H. Auden
Út úr hverri ásjón skín
andleg skömm og sálarpín,
kærleiksvötn hins kristna manns
klökuð liggja í augum hans.
Skáldið góða, gakk þú skjótt
gegnum þessa dimmu nótt,
glæddu þínum þíða róm
þreyttar hlustir gleðihljóm.
Láttu kvæðis líknarmátt
lífga kalda feigðarnátt,
syng um mannsins sorgarstríð
sárri meður hryggðargríð.
Láttu þinna ljóða brunn
lauga þurran hjartagrunn,
lærðu oss að lifa frjáls,
laus úr íjötrum hugartáls.
(i939)
(Enn eitt af þekktari kvæðum Audens, ort eftir skáldjöfurinn írska, William
Butler Yeats. Um eiginleg eftirmæli er þó naumast að ræða, enda virðist
efniviðurinn öðru fremur vera lífmáttur og örlög skáldskaparins í mannlegu
samfélagi. Kvæði þetta er ort á tímum mikils öryggisleysis í Evrópusögunni,
þá er mara heimsstyrjaldarinnar síðari vofði yfir. Sér þess gjörla stað í sfðasta
hluta þess. Sá hluti kvæðisins hefur raunar yfir sér annað bragð og fornlegra
en hinir tveir fyrri, enda ortur í hefðbundum eftirmælastíl og með aug-
ljósum yeatsiskum brag. Þess má geta, að síðasta hending lokaerindis kvæð-
isins: „In the prison of his days; teach the free man how to praise" hefur
orðið að nokkurs konar eftirmælum um Auden sjálfan, þar sem orðin eru
greypt í minningartöflu þá, er stendur um hann í „skáldahorninu" („Poet's
corner“) í Westminster Abbey í Lundúnum.)
38
fá/t á Jffiaeý’álá - Tímarit I'Ýðenda nr. ii / 2007